Loftfimleikar til heimabrúks

Það er gott fyrir Íslendinga að velta því fyrir sér hvort að aðildarríki "Sambandsins" líti á yfirlýsingar Íslenskra ráðherra um hve vel þeir ætli að stand vörð um fiskimið landsins, sem "loftfimleika til heimabrúks".

Eða hafa Íslendingar talið sér trú um að pólítískir "loftfimleikamenn" finnist aðeins erlendis?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það einfaldelga skýrist í samningnum og jafnvel hörðustu Evrópusinnar myndu ekki samþykja samning sem ekki fæli í sér nægilega traust tök og einkarétt okkar til nytja á fiskveiðiauðlindinni.

Það er mikilvægt að menn átti sig á að ESB hefur þessar tvær hliðar, pólitísku hliðina sem oftar en ekki kemur fram í mótsagnakendum myndum þar sem það eru ráðherrar ríkisstjórna landanna sem tjá sig hver í sínum málaflokki, hver af sínum sjónarhóli frá mismunandi löndum og mismunandi stjórnmálaflokkum, og svo aftur embættismannahliðin sem undirbýr öll mál og vinnur fagvinnuna sem stýrt er af framkvæmdastjórninni þar sem er einn framkvæmdastjóri frá hverju ríki.

Framkvæmdastjórnin undirbúr mál en tekur ekki lokaákvarðanir, aðeins ráðherráðið tekur lokaákvarðanir um stefnumarkandi mál, þar gildir neitunarvald allra ríkjanna um grundvallar mál en hefð er að alltaf er leitað samstöðuákvarðana án atkvæðagreiðslu.

Suma málaflokka sem ráðherráðið hefur markað meginstefnu fyrir hefur ráðherráðið falið Evrópuþinginu að annast sem svo tekur sínar ákvarðanir með atkvæðagreiðslu, í öðrum málum er þingið veigamesti umsagnaraðilinn á vegferð mála frá tillögu í framkvæmdastjórn til ákvörðunar í ráðherráðinu (fagráðherra hvers málaflokks) eða leiðtogaráðinu (forsætisráðherrar).

Helgi Jóhann Hauksson, 29.7.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nú vissulega umdeilanlegt hve langt hörðustu "Sambandsinnar" (hér er ekki rétt að tala um Evrópusinna, enda Evrópa allt annað hugtak en Evrópusambandið, það er engin að tala um að ganga í Evrópu) eru reiðubúnir til að teygja sig til að öðlast inngöngu í "dýrðina".

Það er hins vegar rétt að það er ekkert óeðlilegt þó að mismunandi skoðanir komi fram hjá ráðherrum mismunandi ríkja "Sambandsins".  Það er enda ekkert óeðlilegt við að ráðherrar vilja standa vörð um og ýta fram hagsmunum þjóða sinna (eða það sem þeir telja vera það).

En "loftfimleikarnir" njóta víða hylli, á Íslandi sem annarsstaðar.

G. Tómas Gunnarsson, 30.7.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband