Hver voru samningmarkmið Íslendinga?

Það er vissulega jákvætt að betur eigi að fara yfir forsendur IceSave samningsins og á þar máltækið betra seint en aldrei líklega vel við.

En hver skyldi hafa unnið þessa vinnu áður fyrir samningnefnd Íslendinga?  Engin?

Hver skyldu samningsmarkmið Íslendinga hafa verið?  Allir vita að félagi Svavar fylgdi þeim eftir og náði "glæsilegri niðurstöðu", en hverjir skyldu hafa ákveðið þau?  Hvað skyldi hátt hlutfall að samningmarkmiðum Íslendinga hafa náðst?  Náðist eitthvað af þeim?

P.S.  Ýmsir hafa verið að hneysklast á sögusögnum og að fjölmiðlar hlaupi á eftir slíku. Á meðan ríkisstjórnin er sönn að því í hverju málinu á eftir öðru að hjúpa mál leyndarhjúpi og skýrslur og álitsgerðir eru faldar í ráðuneytum, eru sögsagnir og getgátur nokkuð eðlilegur fylgisfiskur.

Man einhver eftir talinu um gegnsæi fyrir kosningar?

 


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samningsmarkmið samninganefndar Íslendinga  virðast hafa verið að ljúka þessu sem fyrst til að skála í kampavíni í boði íslenska ríkisins.

Sigurður Þórðarson, 25.7.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Samningsmarkmiðið var auðvita að fá Hollendinga og Breta til að fjármagna þetta til eins langs tíma og hægt var.  Þetta markmið náðist en það kostar sitt.  Þegar maður á bara einn möguleika er maður ekki í sterkri stöðu til að prútta um verð.  Betlarar hafa ekkert val.   Það er enginn annar möguleiki að fjármagna þetta.  Með ríkisábyrgð fást betri kjör og lengri lánstími.  Ef Alþingi setur fyrirvara styttist lánstíminn og vextir hækka.  Hollendingar og Bretar fara ekki að samþykkja fyrirvara fyrir ekki neitt. Hvers vegna ættu þeir að gera það?

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.7.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef til vill var eina samningsmarkmið Íslendinga að kaupa tíma, skjóta þessu aftur fyrir sig.

En þú (Andri) segir í einni línu að það hafi aðeins verið einn kostur, en í annari segir þú að með ríkisábyrgð fáist betri kjör og lengri lánstími. 

Með öðrum orðum að engin ríkisábyrgð þýddi styttri lánstíma og verri kjör.  Með öðrum orðum að þá væri ábyrgðin hjá "Innistæðutryggingasjóði".

Ég verð að viðurkenn að það hljómar ágætlega í mínum eyrum, en einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að það hafi ekki verið það sem þú ætlaðir að segja.

G. Tómas Gunnarsson, 25.7.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Tómas,

Þetta var kannski ekki vel orðað hjá mér.  Það sem ég átti við er að okkar eini möguleiki er að fá lán hjá Bretum og Hollendingum.  Það eru hins vegar nokkrar útfærslur til á því láni en allar eru dýrar þar sem við getum ekki sagt:  nei takk, við fáum lánið annars staðar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.7.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband