Að vonast eftir kraftaverki

Niðurstöður þessarar skoðannakönnunar er svipuð því sem oft hefur áður komið út þegar Íslendingar eru spurðir um "Sambandsaðild".

Þeir vilja sækja um aðild að "Sambandinu", en segja nei við því að ganga í það.

Ef til vill má segja að að þeir þykist vita nokkuð upp á hvað er boðið og muni segja nei við þvi, en vonist eftir einhverskonar kraftaverki í samningaviðræðum við "Sambandið", sem myndi þá skila samningi sem væri Íslendingum hagstæður.

Líklega eru þeir að vonast eftir því að samningamennirnir lýsi því yfir að Ísland fái "allt fyrir ekkert", rétt eins og Jón Baldvin Hannibalsson gerði hér um árið þegar hann kynnti EES samninginn fyrir Íslendingum.  Ég veit ekki hvort einhver trúir enn þeirri fullyrðingu.

Það er líka rétt að hafa í huga að enginn veit hvernig "Samband" morgundagsins kemur til með að líta út, eða hvaða meirihlutaákvarðanir þar verða teknar.  Undir slíkum kringumstæðum mun rödd Íslands mega sín lítils, í stóru ríkjasambandi.


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og þá segja menn sig bara úr sambandinu aftur, eða hvað?

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega mun vera til möguleiki að segja sig úr "Sambandinu", en það er rangt að ímynda sér að menn hoppi inn og út úr því si sona.

Flestir þeir sem ég hef rætt við eru sammála um það að ef gengið verði í "Sambandið", verði afar erfitt að fara út úr því aftur og erfiðara og erfiðara með hverju ári sem varið er í "Sambandinu". 

Flestir virðast þeirrar skoðunar að ef til þess kæmi að Íslendingar myndu segja sig úr "Sambandinu", væri staða þjóðarinnar verri, en hún væri áður en gengið væri í "Sambandið".  En það er einmitt eitt af þeim atriðum sem vert er að hafa í huga og velta vel fyrir sér áður en sótt er um aðild að "Sambandinu".

G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband