Samúð með innbrotum?

Mér finnst merkilegt hve margir Íslendingar virðast hafa samúð með fólki sem brýst inn í hús.  Það virðist sem að það þyki ekki eðlilegt að löggæsla standi vörð um eignir fólks lengur og setji þá út sem hyggjast nýta eignir annarra í heimildarleysi.

Auðvitað er ekkert nema eðlilegt að fólk sé fært út úr húsum sem það dvelur í í óþökk eiganda og til þess sé beitt því valdi sem þarf.

Þeir sem finnst eðlilegt að eignir annara séu teknar yfir með þessum hætti, ætti ef til vill að stofna kommúnur með innbrotsfólkinu, í sínum eigin húsakynnum?

 


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú svolítið 2006. Ef að eigandi þessa hús, sem er Björgúlfur Thor, myndi nota húsið í eitthvað annað en að drabba miðbæinn niður þá væri þetta allt annað mál. Þessir menn eru að eiðleggja miðborgina, heimili mitt. Þeta fólk var að gera heiðarlega tilraun til að gera eitthvað annað en að láta miðbæinn deyja.

Það er eins og þessir menn séu að reyna mergsjúga allt líf úr íslendingum og þú stendur á hliðarlínunni og klappar. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:50

2 identicon

Björgúlfur Thor á ekki þetta hús. Þó að það skipti svo sem engu.

María (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:52

3 identicon

Víst á hann það, það er eitthver leppur sem er bróðir talsmann Björgúlfs sem þykist eiga þetta. Maður þarf að vera ansi glær til að sjá ekki í gegnum það!

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef reyndar ekki hugmynd um hver á þetta hús, það skiptir mig reyndar engu hvort það er Björgólfur Thor eða einhver annar.

Það að einhver tiltekin einstaklingur eigi eitt eða annað gefur engar heimildir fyrir aðra að nýta það.

Það að einhver nýti ekki eigur sínar færir ekki eignar eða afnotaréttinn til einhverra annara.

Hitt er svo að til eru einhver lög eða reglur um hvernig standa skal að viðhaldi húsa og því um líkt og sjálfsagt að Reykjavíkurborg framfylgi slíku af hörku.

En ef fólk fer fram með ofbeldi (innbrot eða hústaka er í sjálfu sér ofbeldi) þá leiðir það gjarna af sér beitingu ofbeldis gegn því sama fólki.  Ekkert óeðlilegt við það, né vekur það samúð mína með því fólki.

G. Tómas Gunnarsson, 15.4.2009 kl. 10:56

5 identicon

Ég á erfitt að hafa samúð með fólki sem "quotar" Ulrike Meinhof á heimasíðu sinni. Segir mér ýmislegt um hvers konar fólk þetta er.

Margrét (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:58

6 identicon

Verjum rétt niðurrifsafla og köllum það eignarétt.

Þetta er líka bara dæmi hvað Ísland er orðið sjúkt land. Okkur er meira annt um eignarrétt nokkurra útrásavíkinga en líf ungs skapandi fólks sem lætur framtíðna sig varða. 

Svo hefur reykjavíkurborg verið að framfylgja þessum lögum, en þá er nóg fyrir þig að gera fínt að utan, þú mátt láta húsið mygla að innan og þér er ekki skilt að hafa starfsemi í húsinu eða að það sé búið í því. Reykjavíkurborg tók t.d. rassíu í sumar og voru þessi hús í kringum þetta hús máluð. Það breytir því ekki að miðbærin er sami daugabærinn fyrir það. En þessir menn eru að reyna drepa miðbæinn svo þeir geti gert það sem þeim sýnist og þið virðist styðja þetta ofbeldi gagnvart íbúum miðborgarinnar og ungu fólki sem lætur sig framtíð íslands varða. 

BJöggi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:03

7 identicon

Tek undir þetta!

Hver er kostnaður lögreglunnar af þessum aðgerðum?

Ég er ekki til í að greiða fyrir veisluhöld þessa hústökufólks. Búinn að greiða nóg á þessum vetri af annarra manna veislum.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:19

8 identicon

Það er nú líka þannig að almenningsálit og getgátur hafa hingaðtil ekki verið nægilegar "sannanir" til þess að sakfella menn, hvort sem um er að ræða "útrásavíkinga" eða einhverja aðra. Eigum við þá ekki að hætta að henda ásökunum hingað og þangað um hver er sekur og hver ekki þar til að réttarkerfið hefur gengið sinn veg?

Í framhaldi af þessu:

Það er ekki bara hægt að segja að vegna þess að einhver maður sem allir -segja- að sé sekur um eitthvað eigi einhverja eign, megi hver sem er koma inn og gera hvað sem hann vill við eignir hans, hvort sem hann er búinn að vera duglegur að viðhalda eigninni eða ekki (nema náttúrulega að skortur á viðhaldi skapi hættu útávið og sé farið að stangast á við lög).

Hvað þá með allt "venjulega" fólkið sem býr í miðbænum og þar um kring sem hefur ekki lappað upp á húsin sín í áraraðir, hvursvegna hefur enginn ákveðið að búa heima hjá þeim?

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:36

9 identicon

Ef maður má fara að velja sér eigur útrásavíkinga til afnota þá kanski sæki ég mér bara einhvern af bílunum hans Jóns Ásgeirs, mér skilst að þeir standi hvort e er bara óhreifðir.

Ætlið þið þá að standa með mér þegar lögreglan kemur að taka bílinn af mér?

Pantarinn (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:47

10 Smámynd: Zaraþústra

Mér finnst merkilegt að eignaréttur sé svo heilagur í augum manna að það megi ekki einu sinni nota hús sem eigandinn notar ekki eða hirðir ekki um.  Hvers vegna þarf það að vera þannig að ef þú getur ekki grætt á eign þinni þá megi enginn annar gera það?  Húseigandi var ekki að græða neitt á því að láta húsið standa autt.  Þegar það var tekið yfir hélt hann áfram að græða ekki neitt (nema þá kannski smávægilegar viðgerðir), hvernig versnaði hagur eigandans?  Hvernig getur þetta verið lögbrot þegar enginn skaði skeður?  Það er ekkert rökrétt við þessa hugsun, þið eru að berjast við vindmyllur.

Zaraþústra, 15.4.2009 kl. 12:32

11 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Þú ert nú svolítið 2006. Ef að eigandi þessa hús, sem er Björgúlfur Thor, myndi nota húsið í eitthvað annað en að drabba miðbæinn niður þá væri þetta allt annað mál.

Það er gaman að vita það að þú styður heilshugar að hver sem er geti búið til sín eigin lög eftir sinni hentisemi.

Ef ég til dæmis vil myrða mann út af einhverri ástæði sem skiptir í raun engu máli hér, er það þá allt í lagi af því að ég ákveð það? þar sem þú ert eflaust að hugsa núna lesandi góður er "Það er mikill munur á hústöku á tómu húsi og morði, er eitthvað að þessu manni fyrir það að bera þetta saman" og er það alveg rétt hjá þér, en ég spyr hver ákveður hvað má og hvað má ekki í þessum nýju lögum sem gatan hefur sett?  er þetta ekki tilgangur núverandi laga hér á Íslandi?

Ef fólk vill breyta þessu þá er þetta ekki leiðin,  þetta er ekki krúttlegt, þetta er lögbrot og svo einfalt er það.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 15.4.2009 kl. 13:17

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er paþetískt að hlusta á það hvernig þeir á Víðsjá á Rás 1 gera í því að réttlæta þetta húsrán. Haukur Már Helgason, sagður heimspekingur, er þar m.a. kallaður til og allt gert til að varpa rýrð á nauðsyn þess að halda uppi lögum og rétti, en gripið til hentisemiraka til að réttlæta framferði unga fólksins, m.a. að þau hafi lagað til í kringum húsið, ætli sér að gera svo margt jákvætt á staðnum og að 400 manns komið þarna við á hálfum mánuði. En geta 400 manns ekki keypt sér húsnæði, ef þau vilja koma á fót félagsmiðstöð? Væri ekki meiri reisn í því? Önnur leið væri sú, sem þú stingur upp á í lokasetningu pistils þíns, Tómas.

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 17:25

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þið skiljið augljóslega ekki ástæðu hústökunnar. Það er ósköp þægilegt að hrópa "Lögbrot! Lögbrot!" en þar er talsverð blinda á ferð.

Um er að ræða hús sem telst til menningarverðmæta. Reisulegt timburhús, byggt árið 1906, með sögu og gildi fyrir þjóðina eins og þeir hlutir sem svo eru komnir til ára sinna. Hví ekki að mölva Skriðuklaustur í Fljótsdal, húskofann sem Halldór Kiljan Laxness fæddist í eða Iðnó? Það þarf engan geimvísindamann til að svara því - Auðvitað vill það enginn því slíkar byggingar eiga sæti í þjóðarsálinni. Ég tíndi til mikilvæg hús auðvitað til að undirstrika mál mitt, en færum okkur neðar á skalann... Hvað með Hlíðarnar - Þar gilda reglur um viðhald, útlit og leyfilegar breytingar. Lög banna útlitsbreytingar því hverfið allt er talið hafa menningarsögulegt gildi. Þar fæddist þó hvorki Laxness né Bólu-Hjálmar. Ég á hús þar og veit þetta ósköp vel. Nágrannar mínir geta kært mig fyrir að sinna ekki húsi mínu því það hefur verðmæti í sjálfu sér.

Vindum okkur þá aftur að Vatnsstíg. Hvaða leyfi hefur maður með fullar hendur fjár að kaupa mun eldra hús en mitt lögum-bundna hús í Hlíðunum, þriggja hæða tréhús með það eitt fyrir augum að þvinga borgina til að leyfa honum að rífa það og tvö nærliggjandi menningarverðmæti með því að láta húsin drabbast niður. Skrúfa þar fyrir vatn og rafmagn. Eyðileggja það með vanrækslu.

Fólk sem treyst er fyrir verðmætum sem þessu ber ábyrgð á þeim gagnvart samfélaginu sé það dómur samfélagsins. Eigandinn er ekki samfélagið einn og sér. Júlíus Vífill, sem er lífsins ómögulegt að taka afstöðu með tilfinninga- og menningargildum á opinberum vettvangi er það enn síður (ætli það sé vegna þess að peningamenn eiga hönk upp í bakið á honum?).

Við fólkið erum það. Þarna birtist mikill vilji hjá mörgum einstaklingum að vernda þessi hús.

Kannski var ég of fljótur á mér varðandi Júlíus Vífil - Er ekki svo að byggingartillögur eigandans hafa ekki hlotið náð og ekki hefur verið leyft að rífa húsin. Menn eru tvístígandi, og það er ekki vegna peninga heldur vegna hjartans. Ég veit, fyrir mitt leyti, hvort ég kýs að elta.

Rúnar Þór Þórarinsson, 16.4.2009 kl. 03:35

14 identicon

Mikið væri ég til í að þetta hústökufólk svaraði einni spurningu í guðs heilagri einlægni.

Er þetta nokkuð annað en athyglissýki?

Þetta dæmi allt er svo tilgerðarlegt að ég fæ kjánahroll frá hvirfli oní tær.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband