Þáði Samfylkingin 10. milljónir frá Landsbankanum árið 2006? "Ekki frétt" hjá Stöð 2?

stod 2 samfylkingÉg var rétt áðan, rétt eins og oft áður að horfa á fréttir á netinu.  Fyrst horfði ég á fréttir RUV og síðan á fréttir Stöðvar 2  á vef vísis.

Það var ein fyrirsögn á fréttum Stöðvar 2 sem vakti athygli mína.  En fyrirsögnin er:

Samfylkingin þáði 10 milljónir frá Landsbankanum 2006.

Síðan þegar hlustað er á fréttina er ekkert um það að Samfylkingin hafi þegið þessar milljónir frá Landsbankanum.

En það er vissulega merkilegt að þessi fyrirsögn hafi slæðst inn í fréttayfirlitið á netinu.

Spurningin er, hvernig geta mistök sem þessi orðið því hér er eitthvað mikið meira en innláttarvilla áf ferðinni. 

Er fréttin til og var ekki send út?  Ef enginn fótur er fyrir þessari frétt, hvernig stendur þá á því að þetta ratar inn í fréttayfirlitið?

Með tilliti til frétta undanfarinna daga, þá er ég ekki of trúaður á tilviljanir.

P.S.  Það er hægt að stækka myndina með því að klikka á hana.

P.S.S. Nú þegar klukkan er tuttugu mínútur yfir 10 (02.20 á Íslandi) er búið að breyta fyrirsögninni á vef Vísis.  Í stað:  "Samfylkingin þáði 10 milljónir frá Landsbankanum 2006", stendur nú "Þingmaður Framsóknar vill opna bókhald flokksins". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nú kem ég af fjöllum.   Kannska hefur fréttin verið stöðvuð af eigundu fjölmiðilsins.

Offari, 9.4.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Þetta heyrði ég hvergi nefnt og hlustaði á fréttir bæði á Bylgjunni og stöð 2 þetta er væntanlega það sem kallað er smjörklípuaðferð hélt reyndur að smjörklípuaðferð væri ekki helber uppspuni

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 10.4.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég veit í sjálfu sér ekkert meira um málið, en frá mér er það ekki helber uppspuni.  Spurningin sem þarf að velta fyrir sér er hvernig stendur á því að þetta kemst inn í fréttafyrirsagnirnar úr fréttum Stöðvar 2, á vef Vísis?

Það er stóra spurningin.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 00:19

4 Smámynd: Jón Daníelsson

Ég var ekki við sjónvarp, en hlustaði á útsendingu á Bylgjunni. Heyrði ekkert í þessa veru. Tók hins vegar eftir því að Jóhanna vill opna bókhald Samfylkingarinnar aftur í tímann.

Bjarni Ben vill upplýsa hverjir gáfu meira en milljón 2006. Hann nefnir ekki 2005, ekki 2004, ekki 1994 og ekki 1984 - né neitt þar á milli. Á þessum tíma heyrðu fjármál allra flokka undir "svarta atvinnustarfsemi". Enginn þurfti að segja neitt. En hver var tregastur að setja reglur? Hvaða flokkur skyldi það nú vera - og hversu marga áratugi heldurðu að honum hafi tekist að tefja málið?

Jón Daníelsson, 10.4.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Jón, það er einmitt það sem ég er að segja að sé skrýtið.  Það heyrist ekkert um þetta í fréttatímanum, en samt sem áður er þetta fyrirsögn í fréttatímanum á netinu.

Hvað veldur?

Er fréttin til?  Hvernig komst þetta inn í fyrirsagnir á netinu? 

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 00:29

6 identicon

Þetta er góð athugasemd. En miðað við að SjálfseyðingarFLokkurinn skuli ráða yfir Mogganum, RÚV og Stöð 2 svo fátt eitt sé nefnt. Þá skil ég ekki af hverju Stöð 2 þagði ekki yfir mikilvægasta spillingarmáli sem upp hefur komið.

Líklegt er að fréttin hafi farið "óvart" í loftið....

Rétt eins og 10 millurnar sem Samspillingin á að hafa fengið nema að það voru engar 10 millur í mútur sem fóru á reikning Samspilllingarinnar og því ekki hægt að setja slíka frétt í loftið

Davíð Örn (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 00:50

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að það teljist nokkuð langt teygt sig að segja að Sjálfstæðisflokkurinn ráði yfir fréttastofu Stöðvar 2.

Þar á fréttastofunni hafa alið manninn undanfarin ár t.d. Sigmundur Ernir (núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar) og Róbert Marshall (núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar) og ekki má gleyma Heimi Má Péturssyni sem bauð sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar fyrir nokkrum árum.

Ég þekki ekki vel til, en ég held að þessi dæmi ættu að duga til að sýna að það hafi varla verið Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ráðið lögum og lofum á fréttastofu Stöðvar 2, eða geri það nú.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 01:46

8 Smámynd: Gunnar Björnsson

Svarið er komið:

http://www.visir.is/article/20090410/FRETTIR01/272627061

Athugasemd frá ritstjóra

Af heiti einnar fréttar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í vefsjónvarpi Vísis mátti ráða að Samfylkingin hefði fengið tíu milljónir í styrk frá Landsbankanum árið 2006. Það kom hvergi fram í umræddri frétt og er rangt eins og ofangreind frétt ber með sér. Um var að ræða mannleg mistök sem eru hér með hörmuð þar sem ruglað var saman heiti á frétt í vinnslu og tilbúinni frétt sem fór í loftið.

Samfylkingin fékk samtals 13 mkr. frá bönkunum þremur og þar af 5 millur frá LÍ.  

Gunnar Björnsson, 10.4.2009 kl. 08:16

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka fyrir þetta Gunnar.  En ég verð að að segja að mér þykir þetta ekki nógu góð útskýring hjá fréttastofu Stöðvar 2.

Þeir eiga eftir að svara þeirri spurningu hvers vegna var "frétt í vinnslu" með fyrirsögnina/heitið: 

"Samfylkingin þáði 10 milljónir frá Landsbankanum 2006"

Hvers vegna var fréttastofa Stöðvar 2 að vinna að frétt með þeirri fyrirsögn?  Hvers vegna var sú fyrirsögn valin á "frétt í vinnslu"?

Tilkynningin frá fréttastofu Stöðvar 2, er því eins og ýmsar aðrar sem hafa heyrst undanfarna daga, ekki trúverðug og gefur ekki svör við öllum þeim spurningum sem hafa myndast.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 12:00

10 identicon

Skýringin er nógu góð, að morgni dags er farið yfir fréttirnar sem á að vinna og þeim er gefið vinnuheiti, inn í fréttakerfið, það er nauðsynlegt af tæknilegum ástæðum. Ein fréttin á að fjalla um styrki hinna flokkanna og fær í hálfkæringi vinnuheitið "Landsbankinn styrkti Samfylkingu um 10 milljónir" - en fréttastjórinn er þekktur sjálfstæðismaður og vonar að honum takist að fá sitt fólk til að finna vísbendingar um að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki sér á báti í spillingunni. Það tekst því miður ekki, en vinnuheitið fer út á vefinn þótt á bak við það sé frétt með öðru efni. Þetta hefur gerst um það bil 20 sinnum áður og ekki til vitnis um neitt annað en þá óskhyggju fréttastjórans sem starfsmennirnir lögðu af satð með í farangrinum þennan morguninn.

Pétur (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 17:48

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég get ekki tekið undir að mér þyki útskýringin nógu góð.

Tek það líka fram að þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri að Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttastjóri Stöðvar 2, sé Sjálfstæðismaður.  En ég er heldur ekki að neita því, þar sem ég þekki ekkert til stjórnmálaskoðanna hans.

En það er skrýtinn vani, ef byrjað er á því að setja fyrirsögn og síðan vinna fréttina.  Hef ekki trú á því að slíkt vinnufyrirkomulag sé á Stöð 2.  Hef heldur ekki trú á því að almennt sé þar unnið með hagsmuni Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi. 

Vísa til þess sem ég skrifaði í athugasemd hér að ofan um þá sem starfa og hafa starfað á fréttastofunni.

G. Tómas Gunnarsson, 10.4.2009 kl. 17:59

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rétta upphæðin frá Landsbankanum 2006 var fjórar millj. kr.

En frá bönkum og sparisjóðum fekk SambræðsluEBé-dindlafylkingin alls í stórum styrkjum árið 2006 ekki minna en FIMMTÁN millj. kr. eða sem hér segir frá hverjum þeirra:

Glitnir 3.500.000

Kaupþing 5.000.000

Landsbanki Íslands 4.000.000

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000

Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000

Heimild:

http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/04/10/samfylking_opnar_bokhaldid_2006/?ref=fphelst

Sjálfur hef ég skrifað mikið um þessi mál (smellið á nafn mitt hér fyrir neðan og á http://blogg.visir.is/jvj/ ).

Jón Valur Jensson, 10.4.2009 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband