Erlent eftirlit með Íslenskum kosningum

Það er þarft að vekja athygli á þessari frétt.

Öryggis og samvinnustofnun Evrópu mælir með að stofnunin sendi eftirlitsmenn til að fylgjast með kosningum á Íslandi.

Ekki rekur mig minni til þess að slíkt hafi þótt þörf áður, en skal ekki fullyrða um hvort svo hafi verið.

En það er ástæða til að vekja athygli á því hvers vegna þörf er talin á eftirlitinu.  Samkvæmt fréttinni er það:

.... kosningalöggjöfin og hugsanlegar breytingar á henni, utankjörfundaratkvæðagreiðsla, fjölmiðlamál og aðgangur eftirlitsmanna.

Sést hér enn á ný hversu mikil vitleysa það er af vinstristjórninni og fylgifiskum hennar að ætla að keyra í gegn með offorsi breytingar á kosningalöggjöfinni "korteri" fyrir kosningar.

Það sama á auðvitað við um stjórnarskrá.

Slíkt á ekki að gerast í lýðræðisríkjum.


mbl.is ÖSE fylgist með kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það sem þeir ætla að fylgjast með.  Ástæða þess að þeir eru að fylgjast með er hins vegar sú að nú er Ísland komið á lista bananalýðvelda.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ætli raunverulega ástæðan sé ekki frekar óeirðirnar sem urðu hérna í janúar. Það er góð lenska í þessarri stofnun að senda út eftirlitsaðila til landa þar sem deilur um úrslit kosninga gætu valdið rofi á friðnum. Slíkt er einmitt hætt við að gæti orðið ef aðilar efuðust um réttmæti úrslita kosninganna.

Héðinn Björnsson, 18.3.2009 kl. 15:58

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það eru tilmæli frá ÖSE að kosningareglum sé ekki breytt ári fyrir kosningar (þegar vitað er að þær eru að skella á).  Ætli það sé ekki ein af meginástæðum þess að stofnunin vill fylgjast með kosningum á Íslandi. 

Ég tel ekki miklar líkur á því að til óeirða komi á Íslandi vegna þess að almenningur telji að úrslitum hafi verið hagrætt.  Ef til óeirða kæmi væri það líklega frekar vegna þess að hávær minnihlutahópur væri ekki ánægður með úrslitin.  Það er tvennt ólíkt.

Það tíðkast einfaldlega ekki í lýðræðisríkjum að rjúka í að breyta kosninglöggjöf og/eða stjórnarskrá með offorsi stuttu fyrir kosningar.

Þetta er því miður lýsandi fyrir hegðun minnihlutastjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar þann stutta tíma sem hún hefur verið við völd.

Vonandi verður það ekki mikið lengur.

G. Tómas Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 17:28

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einmitt, G.Tómas.

Vel má vera að kosningalöggjöf okkar þurfi á endurnýjun og/eða breytingum að halda. Slíkt þarf hins vegar að vanda en ekki kasta til höndum, eins og nú virðist eiga að gera. Það er óábyrgt.

Emil Örn Kristjánsson, 19.3.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband