Atkvæði út á afsögn?

Ekki get ég sagt til um hvort Sunnlenskt Samfylkingarfólk hefur í miklum mæli vegna þess að hann sagði af sér ráðherraembætti, ég hef engar forsendur til þess að dæma um það.

En ég er hissa ef afsögn (sem enginn virðist hafa tekið mark á, alla vegna þótti óþarfi að skipa nýjan ráðherra) Björgvins nokkrum klukkustundum fyrir fall síðustu ríkisstjórnar, þegar öllum mátti vera ljóst að ríkisstjórnin var í andarslitrunum, hefur haft mikið að segja.  Ég trúi því varla að það hafi haft mikið að segja, en þó er ekki hægt að útiloka að einhver falli fyrir slíku lýðskrumi.

Ætli lögmálið sem er gjarna svo ráðandi í Íslenskum stjórnmálum hafi ekki frekar ráðið úrslitum:  Það er ekki nauðsynlegt að vera góður valkostur, það er nóg að vera sá skársti.

Róbert Marshall nær ekki í þingsæti frekar en síðast, en þó erfitt sé að spá um úrslit nú, hef ég ekki trú á því að Samfylkingin nái að sækja á í kjördæminu, hef frekar trú á því að flokkurinn sígi niður á við.


mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband