Kristinn aftur genginn í Framsókn

Það er enginn lognmolla í pólítíkinni þessa dagana.

Flokkar renna saman, þingmenn skipta um flokka og mikið gengur á, það styttist enda til kosninga.

Nú berast þær fréttir að Kristinn H. Gunnarsson sé aftur gengin til liðs við Framsóknarflokkinn.  Eftir því sem ég heyri fer lítið fyrir fagnaðarlátunum hjá Framsóknarmönnum, en ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki beintengdur í grasrótina þar.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig móttökur Kristinn fær hjá Framsóknarmönnum, ef hann fer í prófkjör í NV.

Einhvern veginn hef ég ekki trú á því að þeir slátri alikálfi.

P.S. Fyrirsögnin er alltof skemmtilega tvíræð til að hægt væri að sleppa henni, þó að hún lykti af aulahúmor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er flott fyrirsögn. Svo virðist sem Kristinn eigi erfitt með að ákveða sínar pólítísku hugsjónir.

Arinbjörn Kúld, 28.2.2009 kl. 05:42

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála Kristni varðandi "aulahúmorin" :)

Finnur Bárðarson, 28.2.2009 kl. 16:10

3 identicon

Það er alveg magnað hvað menn gera á Íslandi til að komast á þing. Þeir eru verri en hórur sumir hverjir. Þetta þekkist hvergi annarsstaðar í slíkum mæli. Maður spyr sig hverskonar sjónarmið liggi að baki. Halda þessir menn að þeir séu ómissandi??? Þetta er hreinlega "tragikomisk"!!!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband