Sleggjan á Samfylkinguna

Það virðist sem svo að Frjálslyndi flokkurinn sé að leysast upp, þó að vissulega sé of snemmt að segja hann búinn að vera.

En "fjórflokkurinn" virðist keikur sem oftast áður, þó að fylgið færist til.

En nú virðist vera orðið ljóst að Kristinn H. Gunnarsson gengur til liðs við Samfylkinguna og ætlar sér í prófkjör í NV-kjördæmi.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig útkomu Kristinn fær í sínum nýja flokki.  Líklega verður baráttan afar hörð og vandséð að Kristinn komist í vænlegt sæti í prófkjörinu.  Þar eru tveir þingmenn Samfylkingar fyrir á fleti.  Ennfremur þar sem mér skilst að reglur kveði á um fléttulista, þá yrði þriðji karlmaðurinn á lista efst í 5. sæti.

En þetta eru spennandi tímar.


mbl.is Flótti úr Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband