Norski seðlabankinn gefur ekki mikið fyrir álit Íslensku ríkisstjórnarinnar

Gráglettni örlaganna er oft á tíðum skondin áhorfs.

Nú er Norski seðlabankinn búinn að bjóða Ingimundi Friðrikssyni, fyrrum seðlabankastjóra starf hjá sér. 

En Ingimundur var eins og flestum er líklega í minni, einn af þremur seðlabankastjórum sem vinstristjórn Jóku og Gríms þóttu ekki hæfir til að sinna störfum sínum hjá Íslenska seðlabankanum.  Forsætisráðherra Íslands sendi Ingimundi ásamt starfsbræðrum sínum bréf þar sem krafist var afsagnar hans.

Máltækið enginn er spámaður í eigin föðurlandi, kemur upp í hugann.

Ef að draumur Steingríms J. um tengingu Íslensku við þeirrar Norsku (sem er þó ekki líklegt), þá gæti farið að Ingimundur tæki aftur þátt í starfaði aftur við þann seðlabanka sem Íslendingar nytu.

Svo er spurningin hvort að gert er meira með hæfileikamat Norska seðlabankans, eða þeirrar vinstri minnihlutastjórnar sem nú ræður ríkjum á Íslandi.

Ég er í það minnsta kosti ekki í vafa.


mbl.is Ingimundur í norska seðlabankann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband