Lúin ríkisstjórn

Ég verð að viðurkenna að mér þykir samstarf Samfylkingar, VG og Framsóknarflokks orðið ótrúlega þreytulegt, þó að sá þingmeirihluti sé ekki gamall.

Það er líka merkilegt að sjá að þegar einhver þingmaður vill staldra við, athuga málið betur og vinna málið frekar í þingnefnd (hvar eru þeir nú sem vilja auka sjálfstæði þingsins gegn ráðherrum) þá ætlar allt vitlaust að verða.  Nú virðast margir vilja keyra málin eins hratt í gegnum þingið og nokkur kostur er. 

Nú þurfa þingmenn ekki að hugsa eða hika, nú gildir að rétta upp hönd möglunarlaust.  Eigin sannfæring skiptir engu nú, það á að greiða atkvæði með ríkisstjórninni.

Nú virðist sem svo að ef frumvarp um endurskipulagningu Seðlabankans sé ekki afgreitt í hvelli, þá sé voðinn vís. Og aðrar tillögur ríkisstjórnar Jóhönnu er ekki hægt að ræða eða leggja fram fyrr en búið er að samþykkja Seðlabankafrumvarpið.

Trúir þessu einhver?

Þess vegna var ekki hægt að halda þingfundi í dag.  Það var ekkert að ræða.  Ekki einu sinni um andstöðu við eldflaugavarnarkerfi í A-Evrópu eða hvort að það megi selja áfengi í matvöruverslunum, nú eða kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja (sjá hér).

Nei, það er bara ekki hægt að ræða neitt, heldur situr þingið einfaldlega aðgerðarlaust.

Það skiptir engu máli hvort að menn telji að Davíð Oddsson eigi að víkja úr Seðlabankanum eður ei, það getur ekki skipt öllu máli hvort að lög eru samþykkt í þessari viku eða næstu.  Þeir sem hæst tala um trúverðugleika ættu að hafa það í huga að það er betra að vanda til verka þegar lög eru sett um stofnanir eins og Seðlabankann.  Það má reyndar leyfa sér að efast um trúverðugleika ríkisstjórnar sem lagði fram jafn meingallað frumvarp og núverandi ríkisstjórn gerði í upphafi.

En það breytir því ekki að kórinn er löngu farinn af stað, Höskuldur verður sakaður um að ganga erinda Davíðs Oddsonar og Sjálfstæðisflokkins.  Hann verður settur í gegnum "mulningsvélina", og reynt að gera störf hans sem tortryggilegust.

Allt vegna þess að hann stóð í lappirnar, lét ekki framkvæmdavaldið "rúlla" yfir sig, sagði að það væri betra að bíða og fá frekari upplýsingar.

Og svo afhjúpaði hann að ríkisstjórnin hafði ekkert fram að færa á Alþingi í dag, fyrst að umræðan gat ekki snúist um Seðlabankann og Davíð Oddsson. 

Líklega er það stærsti glæpurinn.

En þessi ríkisstjórn virkar lúin og það á mettíma.  Ef til vill er það vegna þess að Jóhanna og Steingrímur voru orðin svo þreytt á því að bíða eftir að þeirra tími myndi koma.

 


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Höskuldur tók málið föstum vettlingatökum eins og honum einum er lagið. Hann er í harðri prófkjörsbaráttu við pókerspilarann og er einungis að vekja athygli á sjálfum sér. Steingrímur og Jóhanna eru ekki öfundverð af að þurfa að reiða sig á framsóknarflokkinn og hefðu betur heima setið en af stað farið.

Sigurður Sveinsson, 24.2.2009 kl. 04:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ríkisstjórn sem leggur fram jafn illa samið frumvarp og þessi gerði með Seðlabankabreytingarnar, er ríkisstjórn sem veitir ekki af að taka "almennilegum vettlingatökum".

Það að Framsóknarflokkurinn hafi lofað að verja ríkisstjórn falli, þýðir ekki að þeir ætli að vera eins og hundur í bandi hjá Jóku og Grími.

Það að einhver þingmaður taki sjálfstæða ákvörðun ætti ekki að vekja slíka reiði.  Samfylkingarmenn ættu að rifja upp vandlætingarorðin sem þeir sendur Framsóknarþingkonunni sem sagði að stundum þyrftu þingmenn að spila í liðinu.

En það er rétt að ríkisstjórn Jóku og Gríms er þreytuleg og ef til vill hefðu þau betur setið heima. 

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 04:18

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Vinstri grænir og Samfylkingin virðast gleyma því að þetta er minnihlutastjórn en ekki meirihluti með Framsókn.

Þau verða að fara að vinna betur og skynsamlegra til að hafa þingið með sér. Ég held að ég geti fullyrt það að enginn á þingi sama hvaða flokki þeir eru í muni standa gegn skynsamlegum breytingum í þágu þjóðar. Þá helst aðgerðir gagnvart fyrirtækjunum og heimilinum.

Carl Jóhann Granz, 24.2.2009 kl. 08:14

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Eintómt bla, bla, bla hjá hægri mönnum enda gerðist ekkert frá því að hrunið varð þar til ný stjórn tók við og nú á að tefja allt áfram. Við höfum ekki tíma til að bíða endalaust og stundum eftir engu. Þessi  skýrsla sem Birgir og co ásamt Höska, formanni í 5 mínútur, kemur málinu ekkert við. Það er bara verið að tefja. Hundskist til að skilja það. Ekki eyða tímanum í að væla hver var osinn forseti Alþingis, hver var á undan með þetta eða hitt, tefja seðlabankamálið sem xd vildi líka breyta þangað til þeir lentu í stjórnarandstöðu!!! Helv. fokking fokk :-)

Eysteinn Þór Kristinsson, 24.2.2009 kl. 08:45

5 identicon

Eysteinn, það var ekkert skrítið að ekkert hafi gerst frá hruninu.  Samfylkingin var ekki stjórntæk og þar á bæ ríkti alger ringulreið eftir hrun.  Formaðurinn í framboðsbrölti vegna Öryggisráðsins og síðan veikitist hún og þá fór allt til fjandans hjá Samfó.

Í staðinn fyrir að taka á vandanum, fór Samfylkingin að tala um aðild að ESB og upptöku Evru eins og það væri forgangsmál í kreppunni.  Solla og Samfó létu öllum illum látum og hótuðu samstarfsflokkinum stjórnarslitum ef ekki yrði talað um ESB-aðild, eins og það væri forgangsmál í efnahagshruninu.

Nú á að nauðga í gegn þessu frumvarpsskrípi um Seðlabankann sem er meingallað og einungis sett fram til að ná einum manni úr Seðlabankanum, þó svo að tveir aðrir fjúki með í "kaupbæti" svona til málamynda til að gera þetta trúverðugt.

Þessi nýju lög eru meingölluð og eiga eftir að verða þeim sem að þeim stóðu til ævarandi skammar og minnkunar.

Það verður spennandi að sjá hvaða fólk úr Samfylkingunni verður skipað í stól Seðlabankastjóra og í peningastjórnunarráð bankans.  Þá ættu "allir" landsmenn að verða ánægðir.

Einar F. Margeirsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 09:10

6 identicon

Sammála síðasta "ræðumanni". Vil líka minna á orð fyrrverandi stjórnarandstöðu, sem tönnluðust mjög á þeim ósköpum, að alþingi væri orðið "afgreiðslustofnun" og ekkert annað. Nú er þetta víst eitthvað öðruvísi,- ég bara spyr?

Högni V.G. (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 11:11

7 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Elsku kallarnir mímir. Hvernig stendur á því að frumvörp sjallanna voru allt í einu tilbúin sama dag og Samfylking og VG lögðu frumvörp, sbr. Árna Matt. Hann var búinn að hafa tæpa 4 mánuði!!!!!!! Fleiri dæmi er um þetta, t.d. vilji xd tl breytinga á Seðlab....... samsvarandi þeirri breytingu sem verið er að gera. Högni! Afgreiðslustofnun. Það þarf að afgreiða mikilvæg mál núna, ekki á morgun eða hinn. Núna!! En endilega tefjið allt sem þið getið elsku sjallar og sjáið um að graf gröf ykkar dýpri. Haldið áfram að sýna hversu óábyrgur stjórnmálaflokkur xd er!

Eysteinn Þór Kristinsson, 24.2.2009 kl. 12:29

8 identicon

Ég hef oft verið að furða mig á innra eðli framsóknarmanna. Er þetta eitthvað í genunum, eða er félagsskapurinn svona smitandi? Spyr sá sem ekki veit.

G Tómas segir að frumvarpið sé illa samið. Hvernig veit hann það? Hefur hann lesið það eða trúir hann því, bara af því íhaldsmenn segja það?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 15:02

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ótrúlegt að fylgjast með stjórnarliðinu spólandi af reiði, með dylgjur og skítkast á Framsóknarmenn.  Það er engu líkara en þeir hafi talið sig hafa Frammaran í bandi og hálsól.

Eysteinn.  Ætli skýringin á því að frumvörð Sjálfstæðismanna var hægt að leggja fram með stuttum fyrirvara sé ekki sá að þau voru til, en hin höfuðlausa Samfylking dró alltaf lappirnar (sumir vilja jú meina að viðræður um núverandi stjórn hafi verið hafnar löngu fyrir áramót).

Svavar.  Upphaflegt frumvarp Jóhönnu er að finna hér, og já ég hef lesið það.  Mæli með því að þú gerir það líka.  Upphaflega frumvarpið er hrákasmíð, Alþingi og forsætisráðherra til skammar.  Enda fór það svo að það þurfti að gera á því grundvallarbreytingar.  Enn er ýmislegt sem mætti laga, þó að vissulega séu skiptar skoðanir um ýmis málefni.

Það er ótrúlegt að stórir hópar manna skuli telja það eðlilegt og sumir hreinlega æskilegt að keyra í gegn frumvarp um einhverja mikilvægustu stofnun þjóðfélagsins með ofstopa og flaustursgangi.

Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, ja reyndar ekki frekar en núverandi ríkisstjórn.

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 15:55

10 identicon

G. Tómas.

Þakka þér fyrir að benda mér á upphaflega frumvarp Jóhönnu. Verð að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa það, enda væri ég ekki dómbær um hvort það væri illa unnið eða ekki. En þú virðist vera það. En þú hlýtur þá að hafa lesið endanlegu útgáfuna, fyrst þú gefur henni líka svona lélega einkunn.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:37

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll nafni,

Málið er einfaldlega það að núverandi ríkisstjórn hefur bara eitt mál á dagskrá.  Tal um að bjarga heimilum, fyrirtækjum og hlúa sérstaklega að sprotafyrirtækjum er ekkert annað en froðusnakk.  Það er engin meining á bak við allan orðaforðan.  Ef þau koma Davíð ekki út úr Seðlabankanum er allt fyrir bý.

Ríkisstjórnin er að niðurlútum komin, allur kraftur á þrotum.  Það fer svo mikil orka í Davíð Oddsson.

Hugsa sér að það skuli vera til heilu stjórnmálaflokkarnir sem eru byggðir utan um hatur á einum manni og blinda stefnu á ESB.

Ég gef alla vega ekki mikið fyrir slíka flokka eða það fólk sem þar er í forsvari.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2009 kl. 16:48

12 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Eysteinn kíktu á þennan link, 100 atriði á 100 dögum.

http://www.xd.is/?action=grein&id=15993

Sum eru smávægileg en önnur merkilegri, allir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar þeim.
Ekki ætla ég að halda því fram að nóg hafi verið gert en það er fáránlegt að halda því fram að ekkert hafi verið gert.

Carl Jóhann Granz, 24.2.2009 kl. 17:41

13 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Svavar:  Það er ekkert að þakka, en það er gott að fara í frumheimildir þegar málin eru rædd.  Ég tel alla sem hafa getu til að kynna sér málin vera dómbæra á þau.  Vissulega eru lög gjarna höfð óþarflega flókin, en það er yfirleitt ekki svo erfitt að greina kjarnan frá hisminu.  Í upphaflega frumvarpinu var kjarninn:  Við viljum reka Davíð Oddsson.  En það er allir dómbærir og hæfir til að hafa skoðun ef menn kynna sér málin og alger óþarfi að það séu eingöngu alþingismenn, álitsgjafar, stjórnmálafræðingar eða löglærðir menn sem sé frjálst að hafa skoðun.

Endanlega útgáfan af Seðlabankafrumvarpinu er ekki til ennþá, alla vegna svo að ég best veit, en hún kemur líklega í næstu viku.  Góðir hlutir gerast oft hægt segja margirr. En hér er frumvarpið með áorðnum breytingum, ég held að það sé ekki til nýrri útgáfa.  Breytingarnar sem hafa orðið á frumvarpinu er til bóta, en það mætti vinna það enn frekar.

Tómas:  Mikið til í þínum skrifum.

G. Tómas Gunnarsson, 24.2.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband