Þarf fjölmiðlabann á forsetann?

Það líður varla sú vika þessa dagana að einhver fjölmiðill eða einstaklingar misskilji Ólaf Ragnar Grímsson.  Íslendingar þurfa líka að lesa það í erlendum fjölmiðlum að forsetafrúin hafi vitað um yfirvofandi bankahrun frá árinu 2005, en eiginmaður hennar ekkert gert með það eða engum sagt frá því.

Bessastaðir virðast vera að breytast í einhverskonar sirkus.

Auðvitað er forseta frjálst að tjá sig sem öllum öðrum, en hann verður að gera sér grein fyrir því að orð hans vega þyngra og bera þar af leiðandi meiri ábyrgð en margra annarra.

Því fer best á að forseti vísi frá sér málum sem eru ekki á hans könnu þegar hann ræðir við fjölmiðla.  Það er alger óþarfi að hann tali fyrir þjóðina í öllum málum eða svari efnislega öllum spurningum fjölmiðla. 

Í þessu máli sem hér um ræðir hefði til dæmis farið vel á því að hann hefði einfaldlega sagt að þetta mál væri utan hans lögsögu og bent fjölmiðlafólkinu að ræða við viðskiptaráðherra og/eða skilanefndir bankanna.

En slíkt virðist ekki ríma við stóra sjálfsmynd forsetans, hann tjáir sig um allt, virðist gefa í skyn að hann meira eða minna stjórni Íslandi og sé köngulóin í vefnum.

Vegna slíks misskilnings lesa Íslendingar í erlendum fjölmiðlum, að ríkisstjórnir séu "hans",  að Ólafur Ragnar hafi "fundið upp" hitaveituna og að Þýskir sparifjáreigendur fái ekki krónu.

Ég hef aldrei stutt Ólaf til embættis forseta, aldrei kosið hann til eins eða neins.  En í mínum huga hefur hann farið verr með embætti forseta en mig óraði fyrir.

 


mbl.is Svakalegt að fá þetta í andlitið núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur er mikið fyrir athygli og vill baða sig í sviðsljósinu. Það er nokkuð ljóst að hann ætlar ekki að vera forseti til ,,heimabrúks" hvorki í góðæri né kreppu. Glöð yfir að hafa aldrei kosið hann sem sameiningartákn þjóðarinnar. 

ha ha (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 19:55

2 identicon

Íslendingar, þetta kusuð þið!

RF (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 00:14

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

órg ER FORYSTUSAUÐUR ÚTRÁSARRÆNINGJANA

ER EITTHVAÐ ÓEÐLILEGT AÐ HANN HALDI BULLINU ÁFRAM???

HANN ER EÐ VERJA RUGLIÐ SEM HANN ER BÚINN AÐ HALDA GANGANDI OG LEIÐA Í MÖRG ÁR

 AF HVERJU FARA DÓSABERJARARNIR EKKI TIL BESSASTAÐ???

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.2.2009 kl. 00:24

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Ekki vanþörf á, nóg hefur hann Ólafur nú bullað síðastliðin ár.

Hörður Einarsson, 11.2.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband