Forza Ferrari

Sunnudagurinn fór vel af stað, vaknaði snemma, eða um hálf átta, kveikti fljótlega á sjónvarpinu, og horfði á múluna, ekki beint hægt að segja að um tilþrifamikinn kappakstur hafi verið að ræða, en það gladdi þó að sjá Schumacher vinna sigur á ný. 

Það hafa verið hálf magrir mánuðir upp á síðkastið hjá okkur sem fylgjum Ferrari að málum, ekki mikill glæsibragur á sigrinum í Minneappolis í fyrra og 2. sætið sem ég sá Schumacher vinna, og Barrichello hafði það þriðja,  í Montreal síðastliðið sumar var á meðal fárra gleðipunkta þess tímabils. En það hafa vissulega verið langir kaflar án sigra áður, en ég sem byrjaði ekki að fylgjast með sportinu sem neinu nemur fyrr en 1996, man þó ekki þá lengstu, en síðan 1996 (þá unnust 3. sigrar, og 2 sætið í keppni bílsmiða), er 2005 líklegast lakasta tímabilið. Rétt eins og 1995 vannst aðeins 1 sigur, en hann var þó eins og ég áður sagði ekki mikill glæsibragur yfir sigrinum 2005.

Það er vonandi að við eigum eftir að sjá fleiri Ferrari sigra á þessu keppnistímabili, og þó að Alonzo sé með 15 stiga forskot, þá er óskandi að Schumacher og fleiri dragi hann uppi.  En það sem skiptir auðvitað mestu máli er að skila sér í mark í góðum stigasætum, þó að sigur vinnist ekki, það sýndi Alonzo í fyrra og er á góðri leið með að gera það aftur í ár, en langt er þó til að sigur geti talist unnin þetta tímabilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband