Kastljósinu beint að endurskoðendum

Það var fróðlegt og upplýsandi viðtalið við Aðalstein Hákonarson, starfsmann ríkisskattstjóra.

Í senn fróðlegt og hrollvekjandi má sjálfsagt líka kalla það.

Allir þeir sem hafa áhuga eða taka þátt í Íslensku þjóðfélagi geta ekki varið tímanum öllu betur en að horfa á viðtalið. 

Það er enginn hávaði á ferðinni, en viðtalið er gríðarlega áhrifaríkt.

Kastljósið má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bravó. Loksins einhver sem afhjúpar svikin og bendir á hvar LÖG hafa verið brotin !

Baldur G. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Kannski hefur Aðalsteinn útskýrt loksins á einfaldan og skiljanlegan máta í hverju hið svonefnda útrásarævintýri, eða íslenska efnahagsundrið, var fólgið.

Það var blekkingarvefur.

Ef talsverður fjöldi manna vissi hvað var í raun og veru á seyði, hvernig getur þá staðið á því að ráðamenn gerðu ekkert í málinu? Kusu þeir einfaldlega að loka augunum fyrir óþægilegum vísbendingum og vona það besta?

Voru þeir svona lunknir við að blekkja sjálfa sig?

Eða vissu þeir ekkert hvað átti til bragðs að taka?

Ég hallast að fyrrnefnda svarinu, og ég held að þegar fram líða stundir verði litið svo á, að með því að aðhafast ekkert hafi íslensk stjórnvöld í rauninni gerst sek um glæpsamlega vanrækslu.

Kristján G. Arngrímsson, 19.12.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekki gott að segja Kristján.  Almennt hallast ég að því að þingmenn og ráðherrar hafi ekki gert sér grein fyrir því hvernig í pottinn var búið, líklega hafa þeir ekki gert mikið af því að lesa ársskýrslur og stúdera alþjóða viðskipti.

Alla vegna hefur t.d. enginn í stjórnarandstöðu reynt að slá sér upp á málinu (og það er ekkert mjög langt síðan stór hluti ráðherra var t.d. í stjórnarandstöðu).

Hitt kann svo líka að vera að fjölmiðlastýring kunni að hafa haft sín áhrif.  Það er ólíklegt að þeim þingmönnum yrði hampað í fjölmiðlum "auðmannanna" sem færu að tala fjálglega um skrýtin trix í endurskoðun og útblásna viðskiptavild.

En ég hallast frekar að fyrri skýringunni, þeir höfðu einfaldlega ekki glóru, enda var helsta gagnrýni stjórnarandstöðu á "útrásarveldin" að þau borguðu "ofurlaun" og ykju á misskiptingu.  Þar hafði hún vissulega mikið til síns máls, en snerti ekki rót vandans.

G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband