Að stjórna stjórnmálamönnum

Því miður er mikið til í þessu hjá Bjarna, eiginlega leiðinlega mikið til í þessu.

Það kann að vera rétt hjá honum að ástandið sé verst í Samfylkingunni og Framsóknarflokki, en það er enginn flokkur undanskilin.  Mér finnst ég reyndar hafa horft upp á mjög hratt sig á ógæfuhliðina hvað þetta varðar hjá Sjálfstæðiflokknum.  En ég endurtek að það er enginn flokkur undanskilin.

Vissulega er það svo að það er erfitt fyrir stjórnmálamenn að starfa án fjölmiðla.  Það getur líka verið næstum óbærilegt fyrir stjórnmálamenn að starfa ef fjölmiðlar leggja þá í "einelti" og gera flest mál þeirra tortryggileg eða afflytja þau.

En veltum þessu aðeins fyrir okkur.

Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur verið afleitur um alllangt skeið.  Taprekstur hefur verið á þeim flestum og milljarðatap á þeim sumum.

Samt hafa "auðmenn Íslands" lagt kapp á það að eignast sem flesta fjölmiðla, fáir fjölmiðlar hafa verið svo "vesælir" að það hafi ekki einhver "auðmaðurinn" sýnt áhuga á því að eignast þá.

Hvað skyldi þeim ganga til?  Þetta er varla eftirsóknarverður bissness?

Er það þjónustulundin sem þeir finna svo sterkt fyrir?  Þörfin fyrir það að þjóna almenningi með góðum og hlutlausum fréttaflutningi?  Þessi sterka þörf sem þeir finna fyrir að sinna almannaþjónustu?

Eða er það eitthvað annað?

Það er best að hver svari fyrir sig.


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Samkvæmt því sem Einar Sigurðsson sagði einhverntíma litu auðjöfrarnir á fjölmiðla sem "trophy." Þess vegna voru þeir til í að tapa á þeim.

En það er alveg rétt að fjölmiðlar hér hafa verið fjandi slappir. Þeir voru aðallega í því að birta orðrétt fréttatilkynningar frá greiningardeildum bankanna. Slík "fréttaskrif" fóru fram með þeim hætti, að tilkynning sem barst í tölvupósti var opnuð, og "kópípeistuð" inn í fréttaforritið og síðan birt sem frétt. Trúðu mér, ég vann við þessi ósköp.

Orkan fór og fer mikið í að vera fljótur að birta fréttina, vera á undan hinum netmiðlunum, þrátt fyrir að það sé alveg ljóst að lesendum er alveg sama hvort fréttin birtist klukkutímanum fyrr eða síðar. Þetta með mikilvægi hraðans var algjört trúaratriði sem var harðbannað að mótmæla. Þessi meinta nauðsyn á hraða var síðan notuð sem afsökun fyrir slöppum vinnubrögðum, eins og til dæmis ofangreindri kópípeistaðferð.

Kristján G. Arngrímsson, 17.12.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Já, það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað mikil verðlaun eru að eiga t.d. DV.

Hreinn Loftsson hlýtur að líða eins og íþróttamanni á hátindi glæsilegs ferils að eiga slík "verðlaun.  Það er auðvitað ekki ónýtt að kaupa slík verðlaun í "alvöru viðskiptum".

En ef kippa af stjórmálamönnum fylgir verðlaununum, má ef til vill líta aðeins öðruvísi á málið, ekki satt?

G. Tómas Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Og auðvitað geta það verið verðlaun í sjálfu sér, að geta stöðvað fréttir, þegar mikið liggur við.  Stór viðskipti eru framundan, eða annaðslíkt.  Já, þau geta vissulega verið margvíslegir verðlaunagripirnir.

G. Tómas Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ja ég veit ekki hvernig mennirnir fengu það út að fjölmiðlar væru rós í hnappagatið. Kannski var það þeim nauðsynlegt egóbúst að fá góða umfjöllun um sig, því óneitanlega voru menn skjallaðir í þessum miðlum sínum.

En hvað veit maður hvernig auðmenn hugsa? Ekki veit ég hvað þeir fá út úr þessu.

Kristján G. Arngrímsson, 17.12.2008 kl. 16:03

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef til vill fengu þeir frið.  Frið fyrir eigin fjölmiðlum.  Ef til vill fengu þeir völd, völd yfir almenningi og "cattle prod" á stjórnmálamenn.

G. Tómas Gunnarsson, 17.12.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband