Ísland er lítið land

Það er skrýtið að lesa að Kaldbakur vilji kaupa Tryggingarmiðstöðina, sérstaklega þegar ég les að þeir vilji greiða mikið yfirverð fyrir fyrirtækið.  Í sumum blöðum má lesa að tilboð þeirra sé þrefallt það sem þyki eðlilegt.  Ég ætla ekki að dæma um það, en þó er vert að hafa í huga að það er engin nýlunda að þeir sem tengjast FL Group/Stoðum, sjái meiri verðmæti í fyrirtækjum en öðrum þykir skynsamlegt.

En það er líka athyglivert að bera saman greiðslustöðvanir hjá t.d. Stoðum og Samson.  Hjá Samson var greiðslustöðvunin stutt.  Þýski Commerz bankinn lýsti andstöðu sinni við framlengingu hennar og í framhaldinu óskaði Samson eftir gjaldþrotaskiptum. 

 Hvað varðar greiðslustöðvun hjá Stoðum þá virðist sem svo að Íslensku bönkunum þyki ekkert eðlilegra en að hún sé framlengd.  Það má vissulega deila um hversu eðlilegt það sé, og hvort ekki væri eðlilegra að sala fyrirtækja út úr fyrirtækinu færi fram fyrir "opnum tjöldum" og á jafnréttisgrundvelli, því það hlýtur aðallega að vera á valdi bankanna, hverjir geta keypt, það virðist alla vegna vera skoðun Þorsteins Baldvinssonar.

Það hlýtur líka að vekja athygli að þegar Héraðsdómur Reykjavíkur skipar fyrirtækinu aðstoðarmann á greiðslustöðvunartímanum, er það Jakob Möller.  Síðast þegar ég man eftir að hafa lesið um hann í fjölmiðlum var þegar hann var einn af verjendunum í "Baugsmálinu" svokallaða.

Þá var hann verjandi Tryggva Jónssonar, sem nú er sagður starfa í Landsbankanum (en það er bankinn sem Þorsteinn Baldvinsson segir að kaupin á TM séu í höndunum á) og sé að greiða úr erfiðum lánum (þetta hef ég alla vegna lesið í fjölmiðlum).

Ísland er svo sannarlega lítið land.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband