Woodoo stjórnmál

Það eru ekki ný sannindi að stjórnmálamenn eru ekki allra og njóta mismikillar hylli.  Þeir eru umdeildir, elskaðir og hataðir og um þá höfð misfögur orð.

En í Frakklandi hafa hlutirnir þróast áfram.  Frakkar hafa reyndar lengi verið þekktir fyrir að vera nokkuð blóðheitir í stjórnmálaumræðunni og mótmælaglaðir.

En nú hefur þeim boðið að feta nýjar slóðir og í Frönsku Amazon vefversluninni hefur um nokkur skeið mátt kaupa woodoo set með forseta Frakklands Nicolas Sarkozy.  Settið inniheldur dúkku af forsetanum, nálar og leiðbeiningar.  Hefur þetta verið með allra vinsælustu vörum á Franska hluta Amazon.

Nú mun forsetinn hafa höfðað mál á hendur útgáfunni, eftir að hún neitaði að draga settið úr sölu.  Segja lögfræðingingar forsetans að Frönsk lög tryggi einstaklingum einkarétt á ímynd sinni.

Einnig hefur verið hægt að kaupa sett tileinkað síðast forsetaframbjóðenda sósíalist, Ségolène Royal.

Spurning hvort að Íslendingar eigi eftir að sjá Íslenskar útgáfur af þessu fyrir jólin, eru ekki allir að tala um nornaveiðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband