Enga vopnaða Breta - Fellum niður loftrýmisgæslu um óákveðinn tíma

Mér þykir sjálfsagt að Íslendingar afþakki komu Breska flughersins til Íslands.  Það hefur reyndar þegar verið gert, ef marka má þessa frétt á Vísi.  Þetta er reyndar ekki eina tilfellið á undanförnum dögum þar sem Íslenska stjórnsýslan talar "tungum tveim", og er það eitthvað sem þörf er á að bæta.

Ég held reyndar að þörf sé á róttækari aðgerðum.  Ég held að Ísland eigi að lýsa því yfir að ekki verði óskað eftir frekari loftrýmisgæslu á næstunni, að Íslendingar vilji að það hún verði felld niður.

Ég held að Íslendingar verði að taka áhættuna af því að fella eftirlitið niður.  Árásarhættan er ekki það mikil nú um stundir, þó vissulega sé þörf á eftirliti, en þjóðin hefur annað við gjaldeyrinn að gera en að borga fyrir loftrýmiseftirlit.

Ég held að Íslendingar eigi sömuleiðis að koma því á framfæri við NATO að við teljum okkur hafa orðið fyrir efnhagslegri árás af bandalagsþjóð.  Það sama á að gera hjá "Sambandinu".

 

 


mbl.is Bretar sjá um varnirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband