Japönsk skemmtun

Það vantaði ekkert á skemmtunina, spennuna og dramað í Japanska kappaksturinn.  Ýmis atvik voru á þann veg að eflaust á eftir að verða rifist um þau og rökrætt svo vikum skiptir, ef ekki árum.

En vissulega fór þetta ekki nógu vel fyrir mína menn, þó að það megi sjá ýmsa mjög jákvæða punkta.  Það er betra en ekkert að ná 1. punkti fyrir Massa og sá punktur gæti gert gæfumuninn þegar upp er staðið.  Munurinn er til dæmis sá að nái Ferrari 1 - 2 sigri í báðum þeim keppnum sem eftir eru, dugir það til sigurs, þó að Hamilton væri í 3. sæti.  Án þessa punkts hefði það ekki dugað.

Ferrari endurheimtir efsta sætið í keppni bílsmiða, það er þakka Raikkonen sem loksins skilaði punktum í hús, og keyrði vel, þó að hann næði ekki að fara fram úr Kubica.

Líklega er þó besti punkturinn að liðið hvíldi "ljósashowið" og tók aftur í notkun "sleikipinna".  Við megum ekki við fleiri mistökum á þjónustusvæðinu.

En maður dagsins var auðvitað Alonso, sem náði "tveimur í röð", sem er líklega eitthvað sem fæstir áttu von á.  Þessir sigrar hljóta að auka líkurnar á því að hann verði áfram hjá Renault.

Kubica stóð sig sömuleiðis frábærlega og Piquet jók verulega líkurnar á því að hann keyri áfram fyrir Renault.

Toyota líðið stóð sig vel á heimavelli.

En það sem á eftir að dóminera umræðuna eru refsingarnar sem Massa og Hamilton fengu.  Þeir þurftu báðir að keyra í gegnum þjónustusvæðið.

Mín skoðun er að þær hafi báðar verið réttlátar.  Hamilton skapaði stórhættu með gáleysislegum akstri í upphafinu og hafði stórkostleg áhrif á kappaksturinn með vítaverðum akstri.  Massa spann Hamilton undir kringumstæðum þar sem það var alls ekki óumflýjanlegt.  Sanngjarnir dómar.

En núna eru bara tvær keppnir eftir.  Ef Massa vinnur í Kína, eða minnkar forskot Hamilton um 3 - 4 stig, á hann möguleika á titlinum, því á Interlagos á hann að standa mun betur að vígi en Hamilton.

Það eru spennandi keppnir framundan.

 


mbl.is Alonso sterkastur í Fuji og Renault lét til sín taka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Já eflaust sanngjarn dómur.En það var ósanngjarn dómur þegar að Massa og Bordai snertust,þar átti Massa að fá sitt annað víti.Annars skilur maður ekki þessa dóma,því ef ég man rétt þá voru menn ekkert að fá víti,þó að þeir snertust,og jafnvel snérust í hring á brautini.

Hjörtur Herbertsson, 12.10.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég hef ekki séð atvikið með Bourdais nógu oft, hin atvikin voru hinsvegar endurtekin hvað eftir annað í útsendingunni hérna.

En í heildina treysti ég dómurunum, þó að þeir séu vissulega mannlegir og geti gert mistök eins og aðrir.  Þeir hafa "instant" aðgang að myndskeiðum frá mörgum sjónarhornum (báðum bílum o.s.frv.) og eru því í ólíkt betri aðstöðu til þess að fá rétta niðurstöðu, en við sem heima sitjum.

G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband