Það Stoðar ekki að kvarta

Það hefur verið nokkuð merkilegt að sjá og fylgjast með viðbrögðum við fyrirhuguðum kaupum hins opinbera á 75% hlut í Glitni.  Viðbrögðin hafa verið á ýmsa vegu, bæði í fjölmiðlum og ekki síður í bloggheiminum.

Það er eiginlega með eindæmum hvað margir virðast halda að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni.

Samt er þetta nákvæmlega sama verklagið og hefur verið beitt í Bandaríkjunum og í Evrópu. Reyndar nokkuð sama aðferðin og beitt var í Svíþjóð snemma á síðasta áratug.  Hið opinbera bjargar bankastofnunum, en hluthafarnir missa sitt. 

Þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu hafi aukið framboð af lánsfé, hefur hann ekki komið þeim fjármálastofnunum sem hafa átt hættu á að komast í þrot til hjálpar.  Það hefur hið opinbera þurft að gera.  Seðlabanki Evrópu hefur þannig ekki verið "lánveitandi til þrautavara", það hefur komið í hlut viðkomandi ríkistjórna að "beila" bankana út.

Það sama er upp á teningnum á Íslandi.

Ekkert er eðlilegra, enda eðlilegt að ríkissjóður njóti góðs af því að taka áhættuna, þegar hluthafar leggja til fé, vilja þeir njóta hagnaðar (og hafa gert), það er ekkert óeðlilegt að það sama gildi um hið opinbera.

Það stoðar ekki að kvarta, það á enginn fjármálastofnun heimtingu á því að fá lán hjá hinu opinbera, að skattgreiðendur hlaupi undir bagga. 

Hluthafar og stjórnendur lýsa því yfir við Seðlabankann að þeir treysti sér ekki til að reka bankann að óbreyttu.  Þeir réðu ekki við ástandið.

Það kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart að einhverjir hluthafar í Glitni, ætli að bregða sér í hlutverk "fórnarlamba", að kenna hinu opinbera og Seðlabankanum um hvernig fór, ásaka það um "ofsóknir".

Þeim væri hollara að leita orsakanna hjá sjálfum sér, bankinn hafði teygt sig of langt, og þegar öldurótið kaffærði væntanlega lánveitendur, stóðu þeir berskjaldaðir.

Hlutafjárkaup hins opinbera koma líklega til með að auka traust á bankanum, það er ólíklegt að "last resort" lán frá hinu opinbera hefði gert það sama, jafnvel þvert á móti.

 


mbl.is Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:54

2 identicon

heyr heyr!  Ef að ríkið hefið lánað Glitni peninga væir staðan samt slæm.  Hinsvegar er algert rugl að ríki hjálpi fyrirtækjum sem ganga illa.  Glitnir er verðmætt félag með fullt af góðum eignum.  Nokkuð ætti því að nást út úr þrotabúinu. 

 86 miljarðar af peningum skattborgaranna er bara of mikið af því góða.  Öll önnur fyrirtæki fara bara á hausinn.  Jói Púst, Villa í hár og púður, Vídeó-augað, Smjör og kökur hf.   -Hví á ríkið ekki líka að hjálpa þeim  Gilda virkielga aðrar reglur um banka en önnur fyrirtæki?

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:58

3 identicon

"Gilda virkielga aðrar reglur um banka en önnur fyrirtæki?"

Já. Sjá aðgerðir um allan heim.

Birgir (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband