Af hverju McCain á að vera í Hvíta húsinu

0827rmccain188Þetta er eiginlega svo augljóst að það hlaut að gerast.  Auglýsingatækifæri sem þetta er alltof gott, alltof magnað til að láta fram hjá sér fara.  Bara umfjöllunin sem tiltækið gefur og umtalið sem skapast er líklega metið á milljónir dollara.

Slagorð svo sem :   "Why McCain Should Be In The White House" og "McCain Goes To War Over Oil", sem og "McCain Brings 'smiles' To Millions", byjra að sjást í auglýsingum á föstudag.  En það er ekki Bandaríski forsetaframbjóðandinn sem er að auglýsa, heldur hinn "þekktari" McCain, Kanadíski kartöfluframleiðandinn sem eflaust er mörgum Íslendingum að góðu kunnur.

McCain auglýsir að öllu jöfnu afar lítið, en þeirra aðalmarkaður er hjá stórum stofnunum og keðjum.  En þeir hafa áhuga á að auka hlutdeild sína í smásölunni og stimpla "brandið" inn hjá almenningi.

Líklega hefur aldrei verið betra tækifæri til þess en núna.  Það er ekki á hverju ári sem einstaklingur sem ber sama eftirnafn og nafn fyrirtækisins (Kanadíska McCain fjölskyldan sem fyrirtækið dregur nafn sitt af, er ekkert skyld forsetaframbjóðandanum, að best er vitað) býður sig fram tíl forseta Bandaríkjanna.

Sjálfsagt eiga menn eftir að deila um hvort að auglýsingaherferð fyrirtækisins eigi eftir að hjálpa John McCain eða skaða hann.

Svo er auðvitað spurningin hvort að fyrirtækið er að auglýsa franskar kartöflur eða frelsis kartöflur.

En hér má sjá frétt sem Globe and Mail birti um auglýsingaherferðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband