Sérfræðingar

All margir hafa tjáð sig með neikvæðum hætti um þá ákvörðun nýs meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að skipa Guðlaug G. Sverrisson sem stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.

Borgarfulltrúar VG og Samfylkingar hafa farið þar fremstir í flokki, þó að margir aðrir hafi fundið ástæðu til að tjá í ljósvakafjölmiðlum eða á prenti.

Margir hafa reyndar viðurkennt að þekkja ekkert til Guðlaugs, en það hefur ekki hindrað þá í því að fella þann dóm að hann sé óhæfur til verksins og þekki lítið til orkufyrirtækja. Þó að Guðlaugur hafi ekki tekið við starfinu þegar dómarnir voru felldir, skipti það litlu máli, "sérfræðingarnir" sáu strax að Guðlaugur væri ekki starfinu vaxinn.

Ekki þekki ég til Guðlaugs, og ætla ekki að segja til um hvort hann sé rétti maðurinn til að vera stjórnarformaður, ég rétt eins og svo margir aðrir þekki ekkert til mannsins.

En það er fróðlegt fyrir alla að skoða hverjir sitja í stjórn fyrirtækisins

Af framgöngu borgarfulltrúa minnihlutans er því freistandi til þess að álykta að Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir séu bestu sérfræðingar sinna flokka hvað varðar orkumál og rekstur fyrirtækja á því sviði.  Líklega eru þær taldar af flokkssystkinum sínum búa yfir hvað mestri vitneskju Íslendinga á þessu sviði, því varla hvarflar að nokkrum manni að þær hafi verið valdar til setu í stjórninni vegna þess að þær eru í borgarstjórnarflokki Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.  Svo illa innrættur getur varla nokkur verið.

Er ekki Sigrún Elsa Smáradóttir á Filipseyjum að kynna fréttamönnum hvernig verkefni þar ganga? 

Það er líklega ekki ónýtt fyrir jarðvísindamenn Orkuveitunnar að hafa slíka þekkingarbrunna í stjórninni, með slíka bakhjarla getur leið fyrirtækisins aðeins legið upp á við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt hjá þér.  Vinstraliðinu líður alveg svakalega illa að hafa ekki völdin í borginni eins og það telur að það eigi sjálfkrafa rétt á og kveinka sér hástöfum.

Guðlaugur þessi er áræðanlega hinn mætast maður til starfans og líklega mun hæfari en þessar valdasjúku konur, þær Svandís og Sigrún Elsa, sem hugsa bara um kynjakvóta.  Þessar valdasjúku konur fara illa með vald og klúðra öllum málum í blindri hugsjón sinni um kynjakvóta og jafnrétti óháð hæfileikum.

Að sögn er Guðlaugur bæði vél- og viðskiptafræðingur og ætti því faglega séð að vera hæfur til starfans.  Sennilega er helsti gallinn við hann að mati álitsgjafa og sérfræðingar villta vinstisins sá, að hann er framsóknarmaður og er með þrjá fætur. 

Hallgrímur Fr. Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband