Hin alíslenska Mjallhvít

Með reglulegu millibili er ég minntur á, eða spurður um söguna um að Mjallhvít hafi verið Íslensk, það er að segja fyrirmynd Mjallhvítar í Disney teiknimyndinni.  Ævintýrið er allt önnur saga, en þó er ofurlítill ævintýrablær yfir ævi "Cartoon Charlie" og því hvernig Mjallhvít varð til.  Bæði rámar Íslendingum gjarna í eldri blaðagreinar um málið og það er merkilegt hvað margir Kanadabúar hafa heyrt eitthvað af málinu.

"Cartoon Charlie" var auðvitað Kanadískur, en "rammíslenskur" að uppruna og bar hið hljóm mikla nafn Karl Gústaf.  En "Mjallhvít" var hins vegar alísklensk og hafði stutta viðdvöl hér í Vesturheimi og sneri heim til "landsins bláa".

En í gær barst mér fréttabréf Hálfdáns Helgasonar (er reyndar ekki áskrifandi, en fæ það oft áframsent) og þar tekur Hálfdán þessa sögu fyrir og gerir það listavel og skemmtilega, en fréttabréf hans eru vel unnin og gleðja alla þá sem hafa áhuga á ættfræði og þá sérstaklega vesturförum Íslendinga.

Vefur Hálfdáns Helgasonar, er www.halfdan.is og ef lesendur vilja fara beint í nýjasta fréttabréfið er það hér

Bókina má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband