Búið í béi

Það er víða þröngt setinn "bekkurinn" um þessar mundir.  Það er enda mikið um að vera og mikil fjölgun í gangi.  "Ný" dýr sjást daglega hér að Bjórá. 

Nú um stundir heldur til dæmis 5 dýra íkornafjölskylda gjarna til á þaki nágranna okkar, og sólar sig gjarna á toppi skorsteinsins.  Sækir þó mikið í garðinn hér að Bjórá.  Hefst þá baráttan við að vernda okkar góss, sérstaklega þó kirsiberjatréð sem nú þegar svignar undan grænjöxlum.

En víða er fjölgunin og víða erfitt um pláss og því um að gera að vera útsjónarsamur og sjá möguleikana í því sem er til staðar.

Það er í raun aðdáunarvert hve dýrin hafa mikla aðlögunarhæfileika, finna sér allstaðar afdrep og skjól, og deyja ekki ráðalaus þegar kemur að því að finna afkomendum sínum skjól.

Þannig var það þegar við skunduðum í eina af bókabúðum Chapters, sem gjarna hefur Starbucks kaffihús innan sinna veggja.  Þar höfðu litlir spörfuglar búið haganlega um sig í béinu. 

Gott hreiðurstæði með "svölum".

 

B is for Birds

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endilega skoða þessa, ansi gott mál!

www.edrumenn.blogspot.com

takk kærlega

Kalli (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband