Sá gamli

Þó að ég beri það ekki utan á mér, tók ég virkan þátt í íþróttum á yngri árum og hafði á þeim gríðarlegan áhuga.  Fótbolti var auðvitað aðalmálið en ég lagði gjörva útlimi á aðrar íþróttir svo sem handbolta og körfubolta.

En það er orðið býsna langt síðan ég hef horft a fótboltaleik.  Síðasti leikur sem ég sá var líklega Frakkland - Ísland á Stade de France í París.  Undanriðill í Evrópumótinu.  Tapaðist naumlega 3 -2.

En það gleður alltaf þegar ég heyri af afrekum "míns" liðs Manchester United og svo er það auðvitað í dag.

En ætli það séu ekki að verða 5. ár síðan að ég lét þau orð falla í "kaffistofu" spjalli um fótbolta að líklega væri það rétt að Ferguson gamli færi að setja gallann sinn og tyggigúmíið niður í tösku og hleypa öðrum að á Old Trafford.

En enn í dag er sá gamli að, enn að raða inn titlum og stendur keikur sem aldrei fyrr.

Það sannar það auðvitað að ég hef ekki hundsvit á fótbolta.

En nú hef ég auðvitað skipt um skoðun og tel réttast að sá gamli verði þarna sem lengst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband