Lygn streymir Don

IMG 3355IMG 3377Það er líklega flestum kunnugt að þegar kom að því að skíra kennileiti hér í Vesturheimi, voru þeir sem því stjórnuðu ákaflega ófrjóir í hugsun eða kvaldir af sterkum söknuði eftir heimahögunum, nema að hvoru tveggja hafi verið.  Þannig má finna hér Norður-Ameríkunni flest borgarnöfn sem þekkt eru frá Evrópu, ár hafa einnig "fjölfaldast" hingað og svo mætti áfram telja.IMG 3378

Þannig kom það til, eftir að við höfðum skila af okkur Foringjanum á leikskólann, etið vel af morgunverðarhlaðborðinu á Eistneska veitingastaðnum, að við Jóhanna brugðum okkur í gönguferð á árbakka Don.

IMG 3393Áin Don rennur um Don dal (Don Valley ) í austur hluta Toronto, og IMG 3354ein af mikilvægustu samgönguæðum borgarinnar liggur niður dalinn (Don Valley Parkway, eða DVP), en samt er ótrúlega fallegt og rólegt að ganga um bakka árinnar.  Fuglalíf er töluvert, við sáum bæði endur og IMG 3401cormorants í morgun og að sjálfsögðu fjöldann allan af spörfuglum.

Ágætis göngustígur er um dalinn og er hann mikið notaður bæði af gangandi og hjólreiðamönnum.  Þannig er dalurinn hið ákjósanlegasta útivistarsvæði, þó svo að hann sé þéttbyggður og um hann liggi hraðbraut, svo og tvær járnbrautarlínur.

IMG 3404En sumarið hefur verið hér í Toronto nú í rúmlega viku, veðurblíðan hefur verið einstök, rúmlega
20°C síðustu 10. daga eða svo, og gróðurinn og náttúran hefur tekið stakkaskiptum.  allt orðið grænt og blóm, gras, tré og annar gróður hefur því sem næst farið "hamförum" undanfarna daga.

Gróðurinn að Bjórá hefur ekki látið sitt eftir liggja, hér er allt í örum vexti, grasið grænt, hindberjarunnarnir vaxa sem aldrei fyrr, krókusar og túlipanar spring út sérhvern dag, rósirnar að byrja að vaxa, liljurnar að koma upp, graslaukurinn og steinseljan kominn upp úr moldinni og svo mætti lengi telja.  Kirsuberjatréð í fullum blóma og dálítið af blómum komið á ferskjutréð og plómutréð dafnar sömuleiðis.

Þetta verður næsta örugglega gott sumar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband