Með egg á andlitinu

Þetta er ótrúlegt mál og mér þykir þessi yfirlýsing eiginlega smyrja egginu um "andlit" fréttastofunnar.  Að fréttamanni þyki miður að það hvarfli að einhverjum að draga trúverðugleika hennar í efa.

Eins og það sé ekki nokkuð sjálfsagt mál, þegar svona nokkuð fer í loftið.

Persónulega finnst mér ekki nema ein leið til þess að fréttastofa Stöðvar 2 viðhaldi trúverðugleika sínum.  Það er að viðkomandi fréttamaður segi upp störfum eða sé látin fara.

Svo notaður sé frasi sem vinsæll er hjá fréttamönnum, þá "yrði svona nokkuð næsta örugglega ekki látið viðgangast í nágrannalöndunum".

Ef viðkomandi fréttamaður lætur af störfum, verðum við svo að sjá hvort að henni verði falið eftir nokkra mánuði að setja á stofn fréttasjónvarpsstöð fyrir 365 miðla, svona rétt eins og síðasti fréttamaður sem sagði af sér af svipuðum ástæðum.


mbl.is Yfirlýsing frá Láru Ómarsdóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Lára  á að sjá sóma sinn í að segja upp strax, annars er trúverðugleiki stöðvarinnar fyrir bí..

Skarfurinn, 24.4.2008 kl. 21:54

2 identicon

Voðalega eru allir hér á moggablogginu að setja sig á háan dómarahest þessa dagana. Lára á að segja af sér, Sturla á að hætta, atvinnubílstjórar eru durgar ogsfrv., því miður hef ég ekki séð neinn segja að Björn Bjarnason ætti að segja af sér, eða löggufíflið sem öskraði "GAS GAS GAS"...

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það eru margir á þessari línu Tommi.

Magnús, það er fjöldi fólks að krefjast afsagnar Björns og finnst GAS-maðurinn hafa verið meira en lítið undarlegt fyrirbrigði í óeirðunum.

Málið í heild sinni er orðið að farsa þar sem enginn heldur lengur haus. 

Haukur Nikulásson, 24.4.2008 kl. 23:33

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að fæstir séu að krefjast eins né neins af Láru eða Stöð 2, enda fáir í aðstöðu til þess.  Hinsvegar eru bæði ég og aðrir að benda á að trúverðugleikinn hjá fréttastofunni sé að minnsta kosti að hluta til undir, ef ekki allur.  Þeir ráða auðvitað sínum málum.  En þetta er að mínu mati háalvarlegt mál fyrir fréttastofuna.

Hvað Sturlu varðar, veit ég ekkert um það mál.  Ef vörubilstjórar telja hann sinn besta talsmann, þá er það svo.  Þeir ráða.

Hvað varðar Björn, þá get ég ekki fundið neina ástæðu til þess að hann ætti að segja af sér, en það hafa margir aðrir gert, sumir telja að hann ætti að svipta sig lífi, en ég held að slíkur málflutningur dæmi sig sjálfur.

Svo ég víki nú að "gasmanninum ógurlega", þá skil ég ekki alveg hvað er verið að fara með þeim tilbúningi.  Hefði verið betra að lögreglumennirnir hefðu gengið fram og sprautað "meisi", eða "táragasi", án þess að vara nokkurn mann við því?  Það held ég ekki.

Ég held að farsinn hafi fyrst og fremst orðið til, vegna þess að lögreglan beið alltof lengi með að sinna hlutverki sínu, að halda uppi lögum.  Rétt eins og kennari sem hefur "misst" bekkinn, verður æ erfiðara að setja hann í réttar skorður eftir því sem beðið er með það.

P.S.  Gaman að sjá þig hér Magnús (ef þetta er sá Magnús sem ég held).  Vona að þú hafir það sem best.  Alltaf gaman að heyra í "militant kommum".  Við sjáumst vonandi síðar.

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband