46%

Þetta er ánægjuleg frétt.

"Álagður tekjuskattur lögaðila á tekjuárinu 2005 nemur 34,7 milljörðum. Hann hefur hækkað frá fyrra ári um nær 11 milljarða eða 46%. Fjöldi gjaldenda tekjuskatts er nær 15.000 og hefur þeim fjölgað frá fyrra ári um 11%.

Tekjuskattur lögaðila hefur hækkað nær stöðugt frá því skatthlutfall var lækkað í 18% tekjuárið 2002."

Þetta er nokkuð góður vitnisburður um stöðu íslensks atvinnulífs.  Tekjur ríkissins af tekjuskatti lögaðila eykst um 46% á milli ára.

Það er einnig ánægjulegt að sjá að tekjur ríkisins af skattinum hafa aukist nær stöðugt frá því að % var lækkuð í 18%.  Þetta er gamla sagan um að stækka kökuna.  Leyfa "lyftiduftinu" að vera hjá fyrirtækjunum frekar en hjá hinu opinbera, sjá þau vaxa og dafna.

Það eru margir sem vilja hækka skattprósentuna, en þá er meiri hætta á því að "kakan falli".


mbl.is Álagning lögaðila 73,9 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband