Óttast hún ekki um sína eigin stöðu?

Mér finnst alltaf hálf hjákátlegt þegar menn eða konur færa áhyggjur af sinni eigin stöðu yfir á allt kyn sitt.  Þetta er þó nokkuð algengt þegar konum gengur ekki vel í pólítík.  Þá er það gjarna vegna þess að konur njóti ekki sannmælis eða brautargengis.  Ekki minnist ég þess að nokkur hafi haldið því fram að velgengni hennar væri vegna þess að hún væri kona. Einstaka sinnum hef ég séð ungt fólk nota sömu rök.

Það sem mér finnst hins vegar blasa við er að viðkomandi kona hafi orðið undir í "hrepparíg" innan kjördæmisins.  Það er ljóst að Skagamenn ætluðu ekki að láta "þingsæti sitt" af hendi og þeir "skora mörkin" nú sem oft áður. Vestfirðingar landa síðan öðru sætinu og Samfylkingarmenn á Norð-Vesturlandi verða að sætta sig við það þriðja.

Eftirminnilegur þingmaður sem hefði látið vel að sér kveða á yfirstandandi kjörtímabili hefði átt að hafa nokkð forskot, en því er ekki að heilsa í þessu tilfelli, enda Anna Kristín Gunnarsdóttir ekki með eftirminnilegri þingmönnum, hvernig sem á því stendur.

Hitt er svo flestum orðið ljóst að "landsbyggðarkjördæmin" eru alltof stór og að vægi stærri þéttbýlistaðanna þar er svo mikið að tíðindi sem þessi eiga eftir að verða nokkuð algeng svo lengi sem þessi skipan gildir. 

Ég skora á fólk að fylgjast með prófkjörum og uppstillingum í NorðVestur, NorðuAustur og Suðurkjördæmi, mjög líklega mun svipað verða upp á teningnum í einhverjum tilfellum.

Oft er talað illa um það þegar "hreppir" berjast fyrir "þingmanni sínum" og talað um kjördæmapot og hreppapólítík.  Hinu er hins vegar ekki hægt að neita, að Íslendingar búa við fulltrúalýðræði.  Kjósendur eru að kjósa sér fulltrúa á þing, til að tala þar fyrir málum sínum og hagsmunum.

 


mbl.is Anna Kristín óttast um stöðu kvenna í kjördæminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband