Lúxusvörur og launajöfnuður

Þegar ég sá þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér grein sem ég las öðru hvoru megin við jólin síðustu.  Hún fjallaði um það að þó að tekjumunur væri gríðarlegur á Vesturlöndum, þá væri "jöfnuðurinn" í raun miklu meiri heldur en tölurnar gæfu til kynna og miklu minni en hann var t.d. fyrir 100 árum eða jafnvel 50.

Rökin sem hann færði fyrir þessu var ekki það að "launaskalinn" hefði skroppið saman, heldur hitt að þau "not" sem einstaklingar fengu fyrir launin sín væru frekar svipuð.

Það er að segja að "ofurtekjurnar" færu að svo miklu leyti í það að kaupa það sama og það sem "almenningur" keypti, nema hvað það væri allt svo "sérstakt", "einstakt" og "lúxushlaðið" að það kostaði mikið meira.  Notagildið væri nokk það sama, en þægindin og "upplifunin" ef til vill meiri, nota bene ef til vill.

Þannig kaupa ofurmennirnir sér Bently eða Ferrari, á með við förum milli staða á Yarisnum eð Hyundainum, en báðir skiluðu okkur á áfangastað.  Auðmennirnir ættu stærri sjónvarpskjái og dýrari farsíma, en við hinir horfðum á nokkuð sömu dagskrá og næðum í flesta sem sem við reyndum að ná sambandi við.

Sama mætti segja um fatnað, þar sem þeir á "ofurlaununum" keyptu sér lúxusmerkjavörur, en okkur hinum væri að öllu jöfnu ekki síður hlýtt.  Við yljum okkur á VSOP, en þeim efnameiri dugar ekkert minna en Loðvík XIII.

Almúginn kemst til London, Kaupmannahafnar og jafnvel Bahamaeyja eða Barbados, þó að við færum á ódýrum farrýmum, en ekki í "flötum svefnbekkjum eða einkaþotum.

Auðvitað er hér um ákveðna einföldun að ræða, en samt vel þess virði að velta þessu nokkuð fyrir sér.

Sjálfur á ég ekki von á að ég eigi nokkurn tíma eftir að smakka þennan Vintage bjór, en á meðan ég get rölt út í "ríki" og keypt mér hálfan líter af gæða tékknesku öli fyrir u.þ.b. 140 kall, þá stendur mér nokk á sama.

 

 

 


mbl.is Dýrasti bjór í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband