Af dauðalistum stjórnmálanna

Eins og eðlilegt má teljast hefur mikið verið fjallað um þá ákvörðun Björns Inga Hrafnssonar að hverfa úr hringiðu stjórnmálanna og segja sig úr borgarstjórn Reykjavíkur.

Sitt sýnist hverjum um hvort að Björn Ingi muni snúa aftur í stjórnmálin, tvíefldur, að nokkrum árum liðnum.  Sumir vilja jafnvel meina að afsögnin geti styrkt hann, hann hafi tekið rétta ákvörðun og vaxið við hana.

Ég er ekki sammála þessu.

Björn Ingi er nefnilega (í það minnsta að eigin sögn) ekki að segja af sér vegna þess að hann telji að honum hafi orðið eitthvað á.  Hann er að segja af sér vegna þess að hann lenti á "dauðalista" samherja sinna.  Honum hugnaðist ekki að standa í stkotlínunni innan Framsóknarflokksins.

Það þarf sterk bein til að standa í pólítík.  Það þarf að hafa þykkan skráp.  Það þarf að geta staðið í meðvindi sem mótvindi og hafa auga með bæði sam og mótherjum.  Baráttan er síst óvægnari innan flokka en þeirra á milli.

Þeir eru margir í forystu stjórnmálanna sem hafa mátt þola miklar árásir og það jafnvel frá flokksmönnum sínum.  Það mun ekki breytast.

Enginn veit það líklega betur en Guðni Ágústsson hvernig það að er lenda á "dauðalistanum", en standa keikur og hafa að lokum sigur.

Skyldi Björn Ingi hafa spurt Guðna ráða, hvernig maður bæri sig að undir slíkum kringumstæðum?

Líklega ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband