Alfreðsæskan?

Fékk þetta á tölvupósti nú fyrir nokkrum mínútum.  Ég veit eiginlega ekki hvað skal segja, er eiginlega nokkuð orðlaus.  En samt, verð ég eiginlega að reyna að koma því sem flýgur í gegnum höfuðið hér niður.

Mér finnst þetta eitthvað svo sorgleg persónudýrkun.  Burtséð frá því hvaða skoðun ég kann að hafa á Alfreð, þá finnst mér þetta eitthvað svo ótrúlega "sovésk-norður-kóresk" hugsun að ég skil þetta ekki.

Sjá menn ekki fyrir sér FUS Davíð?  FUJ Ingibjörg?  UVG Steingrímur?

Nei vonandi verða Íslendingar lausir við slíka persónudýrkun sem mest má verða.

Þessi nafnabreyting sem fjallað er um hér, kaflinn tekinn af www.hriflu.is finnst mér vera til smánar fyrir unga framsóknarmenn og Framsóknarflokkinn í heild sinni:

"Þriðja og merkilegasta breytingin á lögunum var nýtt nafn félagsins. Samþykkt var að heiðra leiðtoga framsóknarmanna í Reykjavík til áratuga með því að nefna félagið í höfuðið á honum. Heitir því félagið hér eftir Alfreð - FUF RS."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband