Eiga allir rétt á þvi að eignast börn?

Þessi frétt vakti mig til umhugsunar og ég er ekki alveg viss um hver afstaða mín til þessara mála er.  Það er hægt að finna mjög góð rök bæði með og á móti, en það er ákaflega þarft að þessi mál séu rædd.  Það er auðvitað ljóst að vísindunum fer sífellt fram og ekki ólíklegt að möguleikar til að "búa til" börn verði ólíkt fleiri en við höfum í dag.

En hvað mælir með að einhleypar konur fari í tæknifrjóvgun?

Vissulega er það jákvætt að þær sem langi að eignast barn, sé gert það kleyft og ef til vill mætti segja að það komi engum við sú ákvörðun, þetta sé einfaldlega val þeirrar konu sem barnið muni eignast. 

Ennfremur má benda á að eins og frjósemi hefur þróast, þá þufa Íslendingar, rétt eins og svo margar aðrar þjóðir, á fleiri börnum að halda.  Það er líka ljóst að börn sem yrðu til með þessum hætti væru velkomin í heiminn.

En það er líka hægt að finna rök á móti "framleiðslu" á börnum sem þessari.

Spurningin er líka hvernig lög ættu að gilda um tæknifrjóvgun og hvaða aðkomu ríkið eigi að hafa að þessu?

Er sjálfsagt að allar einhleypar konur eigi rétt á tæknifrjóvgun?  Á ríkið að koma að kostnaðinum?

Á t.d. einhleyp 19. ára stúlka að eiga rétt á því að fara í tæknifrjóvun? Eða 25. ára? Á heilbrigðiskerfið að borga kostnaðinn?  Eigum við að "framleiða" einstæða foreldra?  Er ekki stærstur hluti "fátækra" barna á Íslandi, börn einstæðra foreldra?

Og hvað með karlana?  Eiga einhleypir karlmenn líka að eiga rétt á því að "eignast" börn?  Ætti ríkið að borga kostnað við "leigumóður" ef einhleypir karlmenn geta fundið hana?  Eða ætti ríkið að reyna að bjóða upp á "leigumæður"?

Stærstu spurningarnar eru líklega hvort að það teljist til sjálfsagðra réttinda að eignast börn og síðan, ef svo er hver á aðkoma ríkisins að vera í þeim málum?

Ég er ekki búin að mynda mér skoðun í þessu máli, þetta er ekki einfalt mál.

Ég ætla að velta þessu fyrir mér eitthvað lengur. 

 


mbl.is Tugir einhleypra kvenna vilja tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hver ætti að borga meðlagið (trúlega á 3. hundrað þús. kr. á ári)??? Ef að líkum lætur, myndu þær ætlast til, að við hin gerðum það, þ.e.a.s. ríkissjóður. Það væri í takti við, að þeir, sem fara í tæknifrjóvgun, fá a.m.k. verulegan hluta kostnaðarins borgaðan úr ríkissjóði. Þetta er óskastaða þeirra, sem vilja sem mest ríkisafskipti, sósíalíska skipulagningu ofan frá og félagslega eyðslu -- ég hélt þú værir ekki í þeirra hópi, Tómas.

Jón Valur Jensson, 21.12.2007 kl. 15:04

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég reddaði mér nú sjálf með drenginn minn.  Langaði óskaplega í barn og var 39 þegar ég átti hann.  Flestir vinir mínir voru tilbúnir að "hjálpa " mér (enda ekki í sama flokki og Jón Valur).  Ég varð ólétt við fyrsta "skot" án utanaðkomandi hjálpar. Ætla ekki að lýsa þeirri hamingju sem þessi heilbrigði, flotti drengur hefur veitt mér.  Hann er einnig afar hamingjusamur.  ÉG ber ábyrgðina sjálf.  Auðvitað fylgjast þeir feðgar að og hafa hittst, en faðirinn býr í Hollandi svo það er ekki oft.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Zaraþústra

Það er sjálfsagt að einstæðar konur eignist börn með aðstoð tæknifrjóvgunar alveg eins og hjón.  Sé hins vegar ekki af hverju ríkið ætti að koma að því.  Spurningin er ekki endilega hvort allir eigi rétt á að eignast börn heldur hvort við höfum réttin til þess að banna fólki að eignast börn.  Hver eru rökin fyrir því?

Zaraþústra, 21.12.2007 kl. 21:54

4 identicon

Manstu ekki eftir umræðunni sl. vetur eða vor um leigumæður? Ég held að íslensk lög bjóði ekki upp á slíkt. Þess vegna er þetta aðeins flóknara með karlmennina.

Konur eiga að hafa allan rétt á því að fara í tæknifrjóvgun og kemur þá ríkinu nákvæmlega ekkert við hvort konan sé í sambandi eður ei. Ríkið skiptir sér ekki af hjúskaparstöðu þeirra kvenna sem geta orðið þungaðar með "hefðbundna hættinum", hið sama ætti að gilda um þær sem geta það ekki. 

María (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 02:51

5 Smámynd: Sigrún Þöll

Án þess að ég myndi mér skoðanir um hvort þetta sé siðlegt, ætti að vera leyft, rétt eða rangt, þá hugsa ég alltaf um rétt barnsins að vita hverjir foreldrar þess eru.

Einhvernvegin er það þannig að fólk sem hefur alist upp án foreldra sinna, eða án föðursins eða móður vill oftar en ekki á endanum leita uppruna síns og fjölmargir finna frið í sínu hjarta þegar uppruninn er fundinn.

Ef við förum að "framleiða" eins og er að orði komist í blogginu föðurlaus börn þá tel ég að margir af þessum einstaklingum mun i"líða" fyrir það á einn eða annan hátt, þá sérstaklega á tilfinningalegan hátt.

Þannig að þegar sett er fram spurning hvort það sé réttur allra að eignast börn, spyr ég.

Hafa allir einstaklingar rétt á því að vita hverjir foreldrar þeirra eru?

Sigrún Þöll, 22.12.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin, það er fræðandi að heyra skoðanir annarra á þessum málum.

Það er alveg rétt að ég er að öllu jöfnu ekki fylgjandi auknum ríkisútgjöldum eða að ríkið auki umsvif sín.  Hinu er ég þó ennþá meira á móti, en það er þegar afskipti ríkisins á sumum sviðum eru notuð til að réttlæta eða hvetja til að frelsi einstaklinga sé skert til að ráða lífi sínu.  Það á t.d. við sjónarmið margra til tóbaks og áfengisneyslu, og beita þeim rökum að þetta þurfi að banna eða hefta aðgang vegna þess að slík neysla geti valdið auknum tilkostnaði í heilbrigðiskerfinu.

Hins vegar er líka mjög þarft að velta því fyrir sér hvers vegna ríkið eigi að koma að málum í heilbrigðiskerfinu, sem koma heilsu fólks ekkert við, rétt eins og tæknifrjógvun.  Það er að sjálfsögðu líka spurning hvort að ríkið eigi að ábyrgjast meðlag, sérstaklega ef til vill í tilfellum þar sem ekki er hægt að nefna föður, t.d. í tilfellum þar sem sæðisgjafi nýtur nafnleyndar?

Spurningin hvort að allir eigi rétt á því að vita hverjir foreldrar sínir eru er líka gott að velta fyrir sér og ekki eingöngu í tilfellum sem þessum.

Og þá líklega í framhaldi af því, hvort að nokkur ástæða sé til að óttast afleiðingar "eingetinna" barna, það þótt að slíkt barn hafi valdið miklu umróti og stríð háð í nafni þess sem og mörg önnur voðaverk.

Er ekki ágætt að hugleiða það yfir jólin? 

G. Tómas Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband