Hvað má, hvað má ekki?

Nú virðast margir orðnir svo gegnsýrðir af "pólítískri rétthugsun" að flest verður undan að láta.  Ekki er lengur hægt að sýna óperur vegna þeirrar hættu að einhverjum "trúflokkum" falli sviðsmunirnir ekki í geð.

Ekki þekki ég þessa óperu Mozarts og reikna satt best að segja ekki með því að ég eigi eftir að kynna mér hana.  Ég veit því ekki hvort þetta höfuð Múhaðmeðs er nauðsynlegur partur af sýningunni eður ei (líklega telst það fyrst að hætt var við sýninguna), en mér er nokk sama.  Ef hópur af listamönnum eða hverjum sem er öðrum, þykir þetta tilhlýðilegt á þeim að vera það heimilt.

Skopmyndir, grín og glens, eftirhermur og önnur listsköpun hefur verið stór partur af menningu okkar um langan tíma. Vissulega hafa valdhafar í einstökum ríkjum reynt að setja hömlur þar á á einstökum tímum, en ekki haft árangur sem erfðið. 

Húmor brýst alltaf út, listsköpun sömuleiðis.

Það er því ákaflega mikilvægt að við skellum ekki á okkur sjálfsritskoðun til að þóknast einstaka ríkjum eða hópum.

Hér er svo önnur frétt á mbl.is um sama mál.

Líkast til fara vestræn samfélög í rækilega naflaskoðun og banna allt sem getur farið í taugarnar á hinum ýmsu trúarhópum.  Íslendingar geta líklega ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum og óska ég eftir tillögum um það sem betur má fara í íslensku samfélagi í athugasemdir hér að neðan.


mbl.is Merkel gagnrýnir Deutsche Oper fyrir að hætta við uppfærslu á Idomeneo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elma

Já veistu þetta er alveg satt. Það er hræðilegt hvernig við svívirðum aðra menningarheima með því að borða svínakjöt, horfa á baywatch og leyfa konum að kjósa. Hvar drögum við mörkin??

Elma, 28.9.2006 kl. 00:39

2 Smámynd: Sigurjón

Já, mér finnst að banna eigi öllum að ganga með krossa um hálsinn. Einnig á að rífa allar kirkjur, því ég er ekki kristinn maður.

Sigurjón, 28.9.2006 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband