Að hafa efni á því að þvo bílinn

Ég var sem oft áður að þvælast eitthvað á netinu og rakst þá á þessa snilldarfrétt á visi.is

Þar er verið að fjalla um hve hrifnir Íslendingar eru af Range Rover bifreiðum.  Sagan segir að það sem af er þessu ári hafi jafn margar Range Rover bifreiðar selst á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð samanlagt.  Það var þó ekki það sem vakti athygli mína heldur þessi frásögn þess sem markaðssetur þær bifreiðar:

"Andrés Jónsson, kynningarstjóri hjá B&L, segir að menn geti ýmislegt gert til að skera sig úr hópnum, til dæmis að fá sér hvítan Range Rover. Bæði sé maður með því öðruvísi en fjöldinn, og svo segi liturinn líka ýmislegt um fjárráðin. Erfitt sé að halda hvítum bíl almennilega hreinum, og því þurfi maður að hafa efni á því að láta þrífa hann."

Ég, sem verð að viðurkenna fáfræði mína í atferlisfræðum og markaðsetningu bifreiða, verð einnig að viðurkenna að ég hafði hreinlega ekki hugmynd um, þó að illa ári í kauphöllinni, að þeir sem væru að kaupa sér bil fyrir u.þ.b. 16. milljónir, hefðu hann svartan vegna þess að þeir hefðu ekki efni á því að þvo hann.

En svo lengi lærir sem lifir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband