Fagnaðarefni

Það er vissulega ástæða til að fagna því ef að stimpilgjöld og vörugjöld verða afnumin.  Það væri þó æskilegt að tekið væri fram hvort um væri að ræða öll vörugjöld, eða hvort eingöngu er verið að ræða um hluta þeirra.  Þó að aðeins væri um að ræða hluta, væri það vissulega framför, en ef um væri að ræða öll vörugjöld væri það bylting.

Hvað varðar stimpilgjöldin, er niðurfelling þeirra löngu tímabær.  Ég fann muninn þegar við Bjórárhjónin slógum lán til að kaupa slotið, engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, öll upphæðin sem við fengum að láni fór í að greiða húsnæðið.  Bankinn gaf okkur meira að segja ca. 30.000, til að dekka lögfræðikostnað.  Hér þyrftu bankarnir að sýna lit og lækka eða fella niður lántökugjöld.

Niðurfellingar á þessum gjöldum myndu gjörbreyta möguleikum almennings sem fyrirtækja á því að skuldbreyta og færa lán á milli banka, eftir því hvernig kjör gæfust.

Hvað varðar uppgreiðslugjöldin, þá finnst mér líka vanta að skýra út til hvaða ráða hið opinbera hyggst grípa til.  Er meiningin að banna uppgreiðslugjöld með lögum?

Ef svo er, þá finnst mér það frekar misráðið og slíkar aðgerðir eru í raun líklegar til að hækka vexti, enda eykur það áhættuna fyrir bankann verulega, ef hægt er að greiða lánið upp fyrirvaralaust hvenær sem er.  Slíkt gæti því virkað öfugt fyrir neytendur, enda þykir mér sjálfsagt að slíkt sé frjálst í samningum um lán, enda er ekki óalgengt að boðið sé upp á mismunandi vexti, eftir hvernig uppgreiðslukjör eru.  Í þessum efnum sem öðrum er of mikil forsjárhyggja varasöm.

 


mbl.is Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband