Þakkargjörð

Þakkargjörðardagurinn (stórskrýtið orð) er hér í Kanada í dag.  Í raun má segja að þetta sé svona töðugjöld svo reynt sé að færa þetta í Íslenskan veruleika.  Þetta er dagurinn sem færðar eru þakkir fyrir árið sem er að líða, uppskeruna og þess háttar.

Uppskeran að Bjórá hefur reyndar verið ákaflega góð þetta árið og sér engan veginn fyrir endann á henni.  Hér eru paprikur, tómatar, gulrætur, næpur, baunir og hindber ennþá í fullum vexti, enda hefur haustið verið ákaflega gott.  Hitinn datt reyndar niður í 12 til 14 gráður í einn eða tvo daga, en hefur haldist yfir 20 stigum flesta daga, og reyndar örlítið yfir 30 í dag.  Haustið hefur því verið ákaflega þægilegt.

En auðvitað höfum við að Bjórá eitt og annað til að vera þakklát yfir á árinu sem hefur liðið frá síðasta Þakkarjörðardegi, ekki síst alla þá góðu gesti sem hingað hafa komist, svo ekki sé minnst á hve heilsa Bjórárbúa hefur verið góð og stabíl.

Hefðin hér þýðir auðvitað að eldaður er kalkúnn, sætar kartöflur, trönuberjasósa og "allur pakkinn".  Fjölskyldustærðin hér að Bjórá býður auðvitað ekki upp á það að eldaður sé heill kalkúnn, og engin er "fjölskyldan" til að bjóða heim,  þannig að ég varð að sætta mig við að setja bringur á grillið, en það var svo sem enginn svikinn af þeim.

En Foringjanum þótti svo sem ekki mikið til Þakkargjörðar koma, nú er Halloween á næsta leiti, sem er auðvitað miklu mikilvægari "hátíð".

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Halló, eftir því sem ég kemst næst þá er Þakkargjörðardagurinn aldagömul hefð hér í Kanada, en var lögfestur 1957.  Upphaflega var þetta klassísk uppskeruhátið, en hefur ef ég hef skilið rétt tekið á meira mið af Bandarískum siðum. 

Þegar Bandaríkin urðu sjálfstæð, fluttu t.d. afar margir konungshollir menn yfir landamærin til Kanada, og komi þá með bæði siði og hefðir varðandi Þakkargjörðina sem annað með sér.

Annars er ég auðvitað enginn sérfræðingur í þessum efnum, hef aðeins búið hér í örfá ár, en þetta er nú svona það sem ég heyrt í tali manna þegar þakkargjörðardagurinn hefur borið á góma.

Kveðjur til Boston

G. Tómas Gunnarsson, 11.10.2007 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband