Ekki undarlegt

Það er ekki skrýtið að Eistlendingar vilji ekki fá Rússneska herinn innfyrir "þröskuldinn".  Síðast þegar þeir hleyptu honum (þá var hann reyndar kallaður sá Sovéski) innfyrir tók það þá yfir 60 ár að fá hann út fyrir aftur og reyndis þjóðinni dýrkeypt.

Í ljósi sögunnar er það því eðlilegt að Eistlendingar vilji ekki að Rússneski herinn gæti eins eða neins innan þeirra lögsögu.

P.S.  Í nöldurhorninu get ég svo ekki stillt mig um að minnast á ósamræmi í frétt og fyrirsögn, þar sem annarsvegar er talað um olíuleiðslu en hins vegar gasleiðslu (sem ég held að sé rétt).

Svo er líklegast ekki rétt að segja að Eistlendingarnir hafi bannað neina leiðslu í Eystrasaltinu, heldur eru þeir einvörðungu að hafna því að leiðslan sé lögð um þeirra lögsögu.

Einnig vil ég svo nota tækifærið og minnast á það baráttumál mitt að talað sé um Eistlendinga, en ekki Eista.  Það er ef til vill nokkuð persónulegs eðlis, en ég á afskaplega erfitt með að líta á konuna mína sem Eista, ekki frekar en ég hef nokkurn áhuga á því að vera nefndur Ísi í stað þess að vera Íslendingur.


mbl.is Eistar banna olíuleiðslu í Eystrasalti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband