Hver er fátækur og hvar?

Það er aldrei verulega upplífgandi að lesa um fátækt, en svo er þó vissulega að fátækt er ekki endilega það sama og fátækt, ef svo má að orði komast.

Það vantar í þessa frétt svo að betur sé hægt að velta þessu ástandi fyrir sér, hvernig fátækin er skilgreind hjá Bandarísku hagstofunni.  En þegar farið er á heimasíðu hennar, má finna fréttatilkynninguna sem þessi frétt rekur uppruna sinn til og lesa þar eftirfarandi:

"As defined by the Office of Management and Budget and updated for inflation using the Consumer Price Index, the weighted average poverty threshold for a family of four in 2006 was $20,614; for a family of three, $16,079; for a family of two, $13,167; and for unrelated individuals, $10,294."

Þarna má sem sé sjá hver "fátæktarmörkin" eru, eða réttara sagt hvaða viðmið eru notuð.  Sé miðað við gengiskráninguna í dag, þá er það ljóst að þær 4ja manna fjölskyldur sem halda sér ofan við fátæktarmörkin þurfa að hafa u.þ.b. 1330 þúsund, eða fleiri  Íslenskar krónur í árslaun.

En það segir ekki nema hálfa söguna, því vissulega er misjafnlega dýrt að lifa á mismunandi stöðum í Bandaríkjunum.  Það sem dugar til framfærslu í dreifbýlinu er nokkuð langt frá því að duga á Manhattan eða í Silicon Valley.

Það skiptir nefnilega ekki minna máli hver kostnaður við framfærslu er.  Hvað skyldi til dæmis þurfa háa upphæð á Íslandi til þess að hafa sambærilega kaupgetu og 1.300.000 gefa í meðal Bandarískri borg?

Svo kemur það ekki á óvart að fátækt er algengari hjá innflytjendum en þeim sem eru fæddir í Bandaríkjunum, sömuleiðis að fátækt er algengari í Suðurríkjunum, en það er líka spurning hvernig framfærsukostnaðurinn er þar í samanburðinum.

Það er því eins og oft áður erfitt að sjá hvernig þessum málum er raunverulega háttað og ekki skal heldur gleyma því að ekki kemur fram hve langt undir þessum mörkum margir þeirra sem eru fátækir eru.


mbl.is Ríflega tíundi hver Bandaríkjamaður býr við fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þetta er nú ekki hlutfallsniðurstaða, enda slíkt auðvitað algerlega út úr korti. Hér er reynt að finna út einhvern meðal framfærslukostnað.

En það er vissulega erfitt að fá "endanlega" niðurstöðu í mál sem fátækt.  En samt sem áður er nauðsynlegt að ræða þessi mál og sjálfsagt að reyna að styðja sem flesta til sjálfshjálpar.

G. Tómas Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 03:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það verður alltaf deilt um þessi fátæktarmörk. Þegar lág laun eru farin að trufla sjálfsímynd fólks þá er kominn umræðugrundvöllur fyrir fátækt. Þega foreldrar geta ekki klætt börn sín eins vel og nágranninn, geta ekki leyft þeim að fara í píanókennslu, ekki í dýrt skólaferðalag, þá er ég að tala um fátæka foreldra.

Fátækt er að mestum hluta huglæg í okkar samfélagi og snýst um sjálfsímyndina.

Árni Gunnarsson, 2.9.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband