Refsingar

Með reglulegu millibili sé ég rökræður með og móti dauðarefsingum.  Það er rökræða sem ég hef í engan sérstakan áhuga á skella mér í, eina ferðina enn.

En nú þegar fréttir bárust af dauðadómi yfir barnaníðingi í Florida hef ég sé umræður um refsinguna hér og þar.  Flest rökin eru velþektt, enda fátt nýtt undir sólinni, enda ekki rökin sem hafa vakið athygli mína.

Það sem hefur vakið athygli mína er að það ég fæ það á tilfinninguna að það séu fleiri fylgjandi því að viðkomandi verði tekin af lífi, heldur en að fannst aftaka Saddams Hussein réttlætanleg.  Það er þó rétt að taka það fram að, að baki þessarar tilfinningar eru engin vísindaleg rannsókn, og ólíklegt er að um sama fólkið sé að ræða.

En það eru fjölmargir, bæði stjórnmálamenn og samtök sem virtust taka aftöku Saddams nærri sér en skeyta lítt um aftökur sem framkvæmdar eru hér og þar í heiminum, jafnvel fyrir þær sakir einar að vera samkynheigður.

En ég ætla ekki að bera í bætifláka fyrir þann sem bíður aftöku í Florida, en þessi mismunandi viðbrögð koma Stalin upp í hugann, en hann á að hafa sagt einhvern tíma:

Ef þú myrðir einn, þá er það harmleikur ef þú myrðir þúsundir, þá er það tölfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband