Mergur málsins

Það væri auðvitað óskandi að þessar tvær þjóðir gætu hafið vinsamleg samskipti sín á milli og unnið að varanlegum friði.  Þó að það sé nokkur bjartsýni, er það engan vegin óraunhæft.  Átökin nú voru ekki á milli Ísrael og Líbanon, þau voru á milli Ísrael og Hizbollah, en  samtökin notuðu Líbanon (og hafa gert um nokkuð langa hríð) til árása á Ísrael. 

Enda er áætlað að líbanskir hermenn gæti friðarins jafnframt hinum alþjóðlegu friðarsveitum.

Það er því líklega mikilvægasta skrefið til friðar að aðstoða stjórn Líbanon til að ná að fullu yfirráðum yfir landi sínu.  Að það verði stjórn Líbanon sem ráði, en ekki Hizbollah.  Takist það gæti orðið friðvænlegra á þessu svæði en áður. 

En hvernig til tekst að halda Hizbollah í skefjum, og koma í veg fyrir að íranir og sýrlendingar endurvopni samtökin skiptir auðvitað meginmáli, en er langt í frá auðvelt verk. 


mbl.is Forsætisráðherra Ísraels vonast eftir beinum samskiptum við Líbanon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband