Hár, hærri ...

Þeir eru vissulega stórhuga í Dubai, en það sem mér dettur gjarna í hug þegar talað er um hæstu byggingar heims, eru þær deilur sem hafa orðið um hvaða "byggingar" eru hæstar.  Stundum líkjast þær helst umræðum um pólítík.

Það veltur nefnilega ekki hvað síst á skilgreiningum orða s.s. hús, bygging, turn og svo framvegis hvernig niðurstaðan verður.  Er turn bygging?  Hvað þarf til að bygging teljist hús og svo má lengi halda áfram.

Wikipedia er með ágætis yfirlit um þetta efni.

Það má því líklega segja að mestu skipti hvernig við þýðum orð eins og "structure" og "building" hvað niðurstöðu við fáum í málið á Íslensku.

Hitt verður þó ekki um deilt að þegar Burj Dubai verður fullkláruð/aður þá verður hann/hún hæsta bygging/turn/hús heims. 

Alla vegna þangað til verkfræðingar hyggja hærra og stærra.

En hvort að svo sé í dag, er meira skilgreiningaratriði.


mbl.is Hæsta bygging í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband