Rigning

Kappaksturinn í dag var að mörgu leyti eftirminnilegur, fyrst og fremst fyrir úrhellið sem setti svip sinn á keppnina, en síðan verður ekki fram hjá því horft að keppnin var tapað tækifæri fyrir Ferrari til að jafna leikinn.

Það er nokkuð ljóst að ef sama "meistaraheppni" fylgir Alonso það sem eftir er móts og fylgdi honum í dag, þá verður ekkert sem getur komið í veg fyrir að hann verði heimsmeistari (nema ef til vill Hamilton) og McLaren hirði bílsmiðabikarinn.

Raikkonen og Massa óku ágætlega í dag, en það var langt frá því að duga til.  Vökvakerfið gaf sig hjá Raikkonen og Massa var í vandræðum með bílinn á endasprettinum og átti þar af leiðandi engan séns í að halda Alonso fyrir aftan sig.

Þetta lítur ekki nógu vel út og þegar McLaren fékk fleiri stig en Ferrari enn eitt mótið.

Það er því orðið verulega á brattann að sækja.


mbl.is Alonso hafði sigur í þýska kappakstrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband