Evrópuverð?

Það sem stendur upp úr í þessari frétt, er eins og ég hef reyndar minnst á áður, að ekki er rétt að tala um "Evrópuverð". 

Ef marka má þessi frétt kostar "karfa" sem kostar 1000 kr að meðaltali í ESB löndunum 1200 kr í Svíþjóð og Finnlandi, 1390 í Danmörku, 1560 í Noregi og 1610 á Íslandi.

Það telst í sjálfu sér ekki til tíðinda að matvælaverð sé hæst á Íslandi og það má gefa sér að við núverandi ástand myndi verðið lækka við inngöngu í ESB.  En lækka niður í hvað?

Ekki hafa Danir "Evrópuverð" á matvælum ef miðað er við þessa frétt?  Hvaða  trygging er þá fyrir því að Íslendingar myndu njóta þess, jafnvel þó að til inngöngu kæmi?

Það er ljóst að í sumum "meðaltalslöndunum" er "karfan" langt undir 1000 kr., samt kostar hún 1390 í Danmörku.  Hvað veldur?  Hvers vegna njóta Danir ekki ESB aðildarinnar?

Hvað færi matvælaverðið langt niður á Íslandi, eða er það ef til vill ekki öruggt að það færi niður svo nokkru næmi?

Hitt er svo líka sjálfsagt að Íslendingar eiga að stefna að því að fella niður tolla og vörugjöld, nema úr gildi innflutningsgjöld og stórlækka á landinu matvælaverð. 

En það tengist ekk (eða þarf ekki að tengjast) á nokkurn hátt inngöngu í ESB, það er einfaldlega ákvörðun sem Íslensk stjórnvöld geta tekið og þurfa ekki leyfi eða leiðsögn frá einum eða neinum.

Það væri sterkur leikur.


mbl.is Matvæli dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna kemur að sjálfsögðu inn miklu hærri laun.

Og ýmis opinber gjöld.

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er mjög sterkt samhengi milli launa og verðlags 

Í dag eru íslendingar að eyða um 13% af ráðstöfunartekjum sínum í mat að meðaltali sem er lægra hlutfall en er í flestum evrópulöndum

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.7.2007 kl. 23:21

3 identicon

Laun á Íslandi eru miklu hærri en meðaltal ESB. Held að sá munur sé allavega sambærilegur verðmuninum á matarkörfunni, jafnvel meiri.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:49

4 Smámynd: Þuríður Björg Þorgrímsdóttir

Kemur nokkuð fram í þessari verðkönnun hversu mikið matur hefur hækkað í löndum þar sem laun eru lág, eftir að þau gengu í ESB og tóku upp evruna? Sem dæmi má nefna að verðlag á Spáni hefur stórhækkað eftir upptöku evrunnar en laun hafa ekki hækkað að sama skapi. Það er nefnilega ekki allra hagur að ganga í ESB og taka upp evru.

Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 15.7.2007 kl. 01:14

5 Smámynd: valg

Var á Spáni fyrir fáum vikum. Keypti á ferðaskrifstofu sama pakka og árið 2005. Og var þessi pakki 40% dýrari en fyrir tveimur árum. Samt hefur verðlag á Spáni staðið í stað, þ. e. a.s. verðlag 2007 er það sama og það var 2005. Má þar nefna fatnað, verð á mat á veitingastöðum og meira að segja kostar það sama í strætó log fyrir tveimur árum (ein evra). Ég skil ekki, af hverju ferðaskrifstofan þarf að hækka sitt verð um 40%. Hún hlýtur að stinga þessu í sinn vasa. Vil nefna eitt dæmi um okur á Íslandi, sem ég vil raunar kalla rán. Keypti í búð á Spáni 12 bjóra kippu á 3 evrur. Í flugvélinni á leiðinni heim fékk ég mér lítinn bjór - tollfrjálsan - og kostaði hann 5 evrur. Ég setti þetta dæmi upp í þríliðu og fékk út að þessi tollfrjálsi bjór í flugvélinni var 1900% -  nítjá hundruð prósent - dýrari en út úr verslun á Spáni. Einhverjir þurfa að skammast sín.

valg, 15.7.2007 kl. 12:57

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka athugasemdirnar.

Það er ábyggilega rétt að þó nokkurn hluta verðs á Íslandi má útskýra með háum launum, dýru húsnæði, háum eftirlits og leyfakostnaði og svo framvegis.  En líklega nær það ekki að útskýra muninn til fulls.  Enda er engin ástæða til þess að sætta sig við að matvælaverð hæst í heimi á Íslandi, bara af því að launin séu há.  Auðvitað á að reyna að ná verðinu niður, það verður best gert með því að opna landið frekar fyrir innflutningi.

Hvað verðar ferðalög, ætla ég ekki að ræða dæmi sem ég þekki ekki, en hins vegar má líklega að hluta til útskýra hækkunina með eldsneytisverði og svo auknum rekstrarkostnaði á Íslandi, ferðaskrifstofur reka sig ekki á Spáni.

Hvað einstaka veitingastaðir (flugvélar) leggja svo á mat og drykk er heldur ekki það sem skiptir máli að mínu mati.

G. Tómas Gunnarsson, 15.7.2007 kl. 18:29

7 identicon

Það sem þarf er að gera landbúnaðinn að frjálsum markaði og hætta að vernda okkur frá alþjóðlegri samkeppni með tollum og styrkjum. Fjölmiðlar hafa margoft sýnt dæmi um það að verðmunurinn er miklu minni þegar landbúnaðarvörur eru ekki teknar með í dæminu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 01:33

8 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Samkvæmt ítarlegri könnun sem samkeppnisstofnun gerði árið 2005 var verðmunurinn meiri án innlendrar framleiðslu en með. venjulega eru pikkaðar út einhverjir örfáir vöruflokkar til sýna sem mestan verðmun í fjölmiðlum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 16.7.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband