Jafnað á Bakka

Rakst á þessa frétt á ruv.is.

"Álver við Húsavík yrði kolefnisjafnað

Kolefnisjafna á hugsanlegt álver á Bakka við Húsavík, með því að gróðursetja plöntur. Áætlaður kostnaður er um 3 miljarðar króna. Þetta yrði í fyrsta sinn sem slíkt yrði gert hér á landi.

Árleg losun koltvísýrings frá álverinu yrði um 365.000 tonn og er landsvæðið sem um ræðir, Norðurþing og Þingeyjasýslurnar, um 18.300 ferkílómetrar eða tæplega 18% af heildarflatarmáli Íslands og er ætlunin að gróðursetja á því svæði, samtals á um 500-800 ferkílómetra svæði á næstu 30-40 árum. Til samanburðar yrði það svæði a.m.k. jafn stórt og Reykjavík, Kópavogur, Garðabær og Hafnafjörður samanlagt."

Finnst þetta merkileg frétt, en það sem helst vantar þó í hana er hver það er sem gefur þá yfirlýsingu að álver við Húsavík verði kolefnisjafnað, ef af yrði.

En þetta er engin smá skógrækt, 5 til 800 ferkílómetrar.

En það er jákvætt að álver á Bakka sé í umræðunni og að hún sé frá sem flestum hliðum.  Þetta er vissulega ein þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Svona mikil skógrækt hýtur að þurfa að fara í umhverfismat.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.6.2007 kl. 09:25

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Reyndar hefur skógrækt aldrei farið í umhverfismat en mér skilst að sé plantað skógi í reit uppá 200 hektara eða meira þurfi mat.  Er landslag og útsýni ekki stór partur af sjálfsmynd íslendinga ? 50 % af heiðlóu í heiminum verpir á Íslandi og 40 % af spóa.  Mófuglar sækja hingað í sjaldgæft búsvæði á alþjóðlegum mælikvarða en á norðurhveli jarðar er skógur útbreiddasta gróðursamfélagið.  Þetta kemur fram í fróðlegri úttekt Viðskiptablaðsins frá 1.júní.  Það væri víst miklu meiri kolefnisjöfnun fólgin í því að moka bara aftur ofan í skurðina.

Pétur Þorleifsson , 26.6.2007 kl. 11:40

3 identicon

Tek undir þetta með að endurheimta votlendi, sem kæmi nú mörgum fuglinum til góða. Miðað við mælingar vistfræðinga myndi nægja að endurheimta innanvið 5% af þurrkuðu votlendi undanfarna áratugi til að vega móti losuninni frá þessu álveri. En einhverrahlutavegna vilja fáir ræða þessa leið.

Guðni Ólafsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:29

4 identicon

Við erum fullsödd af mat og mati. Af hverju má ekki endurheimta fyrri landgæði án afskipta matargæðinga og umhverfissnobbara?

Þetta er hægt - og við getum gert þetta - og við ætlum að gera þetta- og við eigum landið hér í Norðurþingi samkvæmt skipulagslögum svo þið skuluð bara einbeita ykkur að ykkar sveitarfélagi sem ég hef ekki skipt mér af.

"Svona mikil skógrækt" ??!! Hvar átt þú eiginega heima? Hvar hefur þú verið síðast liðin 1800 ár?

Sigurjón Benediktsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Skógur er mengun og kolefnisjöfnun er svindl

Einar Þór Strand, 26.6.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir fyrir innleggin, þetta með endurheimt votlendis finnst mér verulega athyglivert, hafði ekki gert mér grein fyrir þessu.

En hlýtur ekki aukin skógrækt sömuleiðis að vera jákvæð?  Var ekki "landið skógi vaxið á milli fjalls og fjöru"?  Er ekki skrýtið að óttast að "landinu verði drekkt í skógi", á meðan mikið af því er hreinlega að fjúka á haf út, eins og sést hefur undanfarna daga?

Mér líst vel á álver á Bakka, og sömuleiðis á stóraukna gróðurrækt.  En mér þætti sjálfsagt að athuga þetta frekar með mýrlendið, það þótti mér áhugavert innlegg.

G. Tómas Gunnarsson, 27.6.2007 kl. 03:50

7 identicon

Varðadi þessa kolefisjöfnun, væri ekki skynsamlegra að láta gróðursetja þessi tré einhverstaðar annarstaðar í veröldinni þar sem árlegur vaxtartími trjáa er lengri en á Íslandi.

Gísli J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:20

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er nokkuð ljóst að frá hreinu kolefnis sjónarhorni og bindingu á því er hagstæðara að kosta skóg annars staðar en á Íslandi.

En á hitt verður líka að líta að skógur sem er kostaður í Afríku, nú eða Suður-Ameríku bindur ekki jarðveg á Íslandi.  Skógur í fjarlægum álfum verður heldur ekki nytjaður í framtíðinni á Íslandi, né heldur gefur hann af sér störf á Íslandi.

Að mínu mati er best að líta á þetta allt í stóru samhengi, en ekki einblína á einn þáttinn.

En persónulega finnst mér skrýtið þegar farið er að tala um skógrækt því sem næst eins og meinvarp í Íslenskri náttúru. 

Er það ekki orðið nokkuð öfugsnúið?

G. Tómas Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 00:50

9 identicon

"En persónulega finnst mér skrýtið þegar farið er að tala um skógrækt því sem næst eins og meinvarp í Íslenskri náttúru. 

Er það ekki orðið nokkuð öfugsnúið?"

(G. Tómas Gunnarsson)

 Slíkt kallast að "snúa faðirvorinu upp á andskotann". En slíkur snúningur er fyllilega í anda þeirrar póstmódernísku umhverfishyggjufirringar sem ræður ríkjum á þeim sértrúarsöfnuði er nefnist Náttúrufræðistofnun Íslands (og reyndar víðar á jaðri þessa samfélags okkar), þar sem litið er á manngerðar auðnir og moldrok sem "ósnortin víðerni";  helg vé sem "sönnum" Íslendingi beri að tilbiðja og vernda með ráðum og dáð.

Vésteinn Tryggvason (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband