Réttlætið

Það er ekki ofsögum sagt að réttlætið getur verið misjafnt og oft er leiðin að því ekki greið.  Á mbl.is las ég núna rétt áðan tvær fréttir um Bandarískt réttarfar.

Önnur er fréttin sem hér er til hliðar og sýnir að réttlætið hefur sigur, en jafnframt eina verstu hlið þarlensks réttarkerfis, en það eru skaðabótamálin sem tröllríða kerfinu þar og eru oft hin skrautlegustu.

Að dómari skuli hafa verið sækjandinn í málinu segir ef til vill sína sögu.  En það væri fróðlegt að vita hvað þetta allt saman hefur kostað þvottahússeigendurna, því að þó að málskostnaður falli á sækjanda, er líklegt að verjendur hafi samt sem áður haft að málinu verulegan kostnað, bæði beinan og óbeinan.

Hin fréttin er svo um dóm um réttmæti þess að skóli reki nemanda sinn tímabundið frá námi, vegna borða þar sem tvinnað er saman neyslu kannabiss og Jesús.  Vissulega skrýtin blanda, en málið allt enn skrýtnara.

Það vantar hins vegar í fréttina að atburðurinn gerðist þegar börnunum var hleypt út úr skólananum, til að fylgjast með þegar hlaupið var með Olympíueldinn fram hjá skólanum.  Röksemdin er því að nemandinn hafi verið að hvetja til eiturlyfjaneyslu í skólanum.

Mér finnst langt seilst að reka nemandann úr skóla í 10 daga fyrir þetta "prakkarastrik", persónulega finnst mér að tjáningarfrelsið eigi að hafa forgang.

En við þá sem finnst þetta gott dæmi um vitleysuna sem veður uppi í Bandaríkjunum, segi ég að þeir ættu að skoða þau lög sem eru í gildi á Íslandi, t.d. um tóbak og hvernig má skrifa um það.

Vitleysan veður nefnilega svo víða uppi.


mbl.is Fær ekki 3,4 milljarða í bætur fyrir horfnar buxur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband