Fram yfir þjóðhátíð

Það er alltof hátt hlutfall að hið opinbera taki til sín 47% af landsframleiðslunni.  Því sem næst helmingur er of stór hluti til handa hinu opinbera.

Það sem þarf núna eru skattalækkanir.  Lækka tekjuskatt, lækka tolla, lækka vörugjöld.

Þetta ætti að vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni, leyfa þeim sem vinna sér inn fé að halda eftir stærri hluta þess en nú er.

En því miður er engin ástæða til bjartsýni hvað það varðar, og enn síður að sveitafélög lækki álögur sínar. 

Skattstofnarnir hafa blásið út, launatekjur, fjármagnstekjur, og neyslan skilar gríðarlegum tekjum af neyslusköttum.  Verðmæti húsnæðis hefur margfaldast og þar með fasteignaskattar, án þess að eigendur þeirra hafi af þeim meiri not, eða fái meiri þjónustu.

Sumpart hefur þessu aukna fé sem hið opinbera hefur yfir að ráða verið notað af skynsemi, s.s. niðugreiðslu á skattálagningu fyrri ára (skuldum), en útgjaldaaukningin hefur verið gríðarleg og oft af lítilli skynsemi, að mér finnst.

En að Íslendingar skuli í vinna fram yfir þjóðhátíð (þó að þetta séu ekki gallalausir útreikningar) er hryggileg staðreynd.

Hvernig væri að setja markmiðið á páskana?


mbl.is Andríki: Landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til 21. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband