Hoppað á hljómsveitarpallinn

Ef til vill er ég bara nöldurseggur, en einhverra hluta vegna fer svona "bandwagon jumping" örlítið í taugarnar á mér.

Nú efast ég ekki um að tónleikarnir voru vel heppnaðir, ég efast ekki heldur um að Miklatún er ágætlega fallið til tónleikahalds.  Ef ég hef réttar upplýsingar þá styrkti borgin umrætt tónleikahald nokkuð myndarlega, það er í sjálfu sér í fínu lagi mín vegna.

En þó að einkaaðili (í þessu tilfelli hljómsveitin Sigur Rós) hafi staðið að vel lukkaðri samkomu þá finnst mér engin ástæða til þess að "borgarvæða" fyrirbærið.  Það er engan vegin nauðsynlegt að koma þessu fyrir hjá opinberum aðilum.

Auðvitað á borgin að taka vel á móti þeim sem koma fram með svipaðar hugmyndir, eða vilja halda tónleika á túninu, en slíkur undirbúningur er betur komin hjá einkaaðilum.


mbl.is Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég verð að vera sammála þér, svo má ekki gleyma því að man eftir mýmörgum skiptum þar sem rætt hefur verið um einhverja viðburði í Klambratúni en ekkert gert. Hverjir fóru með stjórnvölin þá? Var það nokkuð títtnefndur Dagur?

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 31.7.2006 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband