Hockenheim gibts gut

Mér fannst tímatökurnur meira spennandi en oft áður, það var eins og það lægi eitthvað óvænt í loftinu.

Kimi kom skemmtilega á óvart og náði 1. sætinu, það ætti að hafa kætt alla þá ríflega 6000 starfsmenn Mercedes sem jafnan mæta á svæðið.  "Skósmiðurinn" stóð sig vel, er í 2. sæti og Massa gaf ekkert eftir og náði því 3.

Alonso, en auðvitað er það fyrst og fremst hann og Michael sem eru að berjast eins og staðan er nú, er aðeins í 7. sæti og kom það nokkuð á óvart.  Nú fara í hönd miklar "spegúlasjónir" um hvað bensínmagnið er mikið hjá hverjum og einum, og hvernig keppnin muni fara, hvað hver tekur mörg þjónustustopp og svo framvegis.

Sjálfur tel ég að Schumacher komi til með að hafa það á heimavelli, líklega fara fram úr Raikkonen í þjónustuhléi, sem því miður virðist vera orðin vinsælasta aðferðin til framúraksturs.  Massa og Raikkonen munu berjast um annað sætið.  Alonso er svolítið erfiðara að spá um.  Hann er fantaökumaður, en gæti lent í erfiðleikum með að fara fram úr til að berjast um toppsætin, sérstaklega vegna þess að hann mun fara varlega, þar sem hann aðaltakmark er að koma í mark í stigasæti, til að minnka "tjónið" í stigakeppninni, hann má ekki við því að detta út.

Sömu sögu er að segja af Michael, hann mun ekki taka neina stór "sjensa", hann má ekki láta þetta tækifæri fram hjá sér fara með einhverjum mistökum.  Það gæti því farið svo að hann léti sér 2. sætið nægja, ef svo bæri undir, frekar en að hætta keppninni.

En það er ljóst að það verður spennandi kappakstur á morgun.


mbl.is Räikkönen á ráspól í Hockenheim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband