Bleikar fjárfestingar

Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að mér þykir það verulega vond hugmynd að setja kynjakvóta fyrir stjórnir fyrirtækja og er í raun hneykslaður að nýr viðskiptaráðherra skuli ljá þeirri hugmynd máls. 

Þar er það líklega Alþýðubandalagsuppruninn sem segir til sín.

Slíkar aðgerðir sem svifta menn í raun ráðstöfunarrétti yfir eigum sínum finnst mér stórvarasamar og ekki eiga neinn rétt á sér.  Þeir sem hætta fé sínu með hlutabréfakaupum eiga að hafa óskoraðan rétt til þess að kjósa sér þá til stjórnarsetu sem þeim sýnist, óháð kyni, aldri eða öðrum skilyrðum af hendi stjórnvalda.

Hitt er svo annað mál, að ef fjárfestar kjósa að hafa eitthvað annað að leiðarljósi við kjör á stjórnarmönnum er þeim það að sjálfsögðu heimilt.

Ég er því með hugmynd fyrir þá sem eru sérstkt áhugafólk um að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja. 

"Put your money where your mouth is" og stofnið fjárfestingarsjóð sem hefur það sem yfirlýst markmið að koma konum í stjórnir fyrirtækja.  Notið ykkar eigið fé en reynið ekki að stjórna fjármunum annara.

 Varla þarf að efa að hinn nýji viðskiptaráðherra myndi fjárfesta sinn sparnað í slíkum sjóði.

Sjóðurinn gæti sem best heitið "Bleikar fjárfestingar".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hjartanlega sammála og hugmyndin góð.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 3.6.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband